Erlent

Japanir saka Rússa um að hafa beitt meintan njósnara harðræði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hirokazu Matsuno hefur fordæmt framkomu Rússa í garð konsúlsins.
Hirokazu Matsuno hefur fordæmt framkomu Rússa í garð konsúlsins. epa/Hiro Komae

Rússneska öryggisþjónustan greindi frá því í gær að japanskur konsúll hefði verið handtekinn vegna gruns um njósnir og skipað að yfirgefa landið.

Konsúlnum, Motoki Tatsunori, var sleppt eftir nokkra klukkustunda varðhald. Hirokazu Matsuno, talsmaður stjórnvalda í Japan, sagði að bundið hefði verið fyrir augu Tatsunori, hann handjárnaður og honum ógnað. Um væri að ræða klárt brot á Vínarsáttmálanum um diplómatísk samskipti.

Stjórnvöld í Tókýó hafa mótmælt framgöngu Rússa og gefið til kynna að þau kunni að grípa til aðgerða vegna málsins.

Öryggisþjónustan sagði aftur á móti að Tatsunori hefði verið gripinn glóðvolgur við að höndla með upplýsingar um áhrif refsiaðgerða Vesturlanda á efnahagsástandið í austasta hluta Rússlands. Um væri að ræða trúnaðarupplýsingar sem einnig fjölluðu um samskipti Rússa við ónefnt Asíu-Kyrrahafsríki, sem Tatsunori hefði greitt fyrir.

Japanir hafa neitað sök fyrir hönd Tatsunori og segja hann munu yfirgefa landið tafarlaust.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×