„Komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:30 Stjörnukonur hafa verið á flugi í sumar og eiga góða möguleika á Evrópusæti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í rútunni á leið norður í leik við Þór/KA. Stjarnan er allt í einu komin í kjörstöðu í baráttunni um Evrópusæti í Bestu deild kvenna í fótbolta. Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira