„Komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu“ Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 13:30 Stjörnukonur hafa verið á flugi í sumar og eiga góða möguleika á Evrópusæti. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst,“ segir Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar í rútunni á leið norður í leik við Þór/KA. Stjarnan er allt í einu komin í kjörstöðu í baráttunni um Evrópusæti í Bestu deild kvenna í fótbolta. Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Eftir tap Breiðabliks gegn Selfossi í gær er Stjarnan með örlögin í eigin höndum og getur með sigri gegn Þór/KA í dag, og gegn Keflavík í lokaumferðinni, tryggt sér 2. sæti deildarinnar. Þar með færi Stjarnan í undankeppni Meistaradeildar Evrópu næsta haust, með tilheyrandi von um leiki við bestu lið álfunnar og evrur í kassann. „Staðan breyttist auðvitað eftir úrslitin í gær og maður fann það alveg að stemningin á æfingunni í gær var aðeins öðruvísi. En hópurinn er mjög einbeittur. Við höfum unnið mjög faglega að okkar markmiðum allt keppnistímabilið og liðið staðið sig hrikalega vel,“ segir Kristján og minnir á að leikmenn megi ekki gleyma því að enn séu stór ljón í veginum fyrir því að Stjarnan nái Evrópusæti. „Við munum ræða þetta aðeins á leiðinni og snertum aðeins á þessu í gær, á æfingunni. Það hefur í rauninni ekkert breyst. Við þurfum alltaf að vinna okkar leiki. Það er aukaatriði hvernig hinir leikirnir fóru en núna sjáum við aftur á móti að við erum komin upp á hólinn og þurfum að taka sverðin úr slíðrinu, og klára þetta skref sem liðið telur sig geta tekið.“ „Hefði nú verið fín að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli“ Stjarnan og Þór/KA áttu að mætast í gær en leiknum var frestað vegna veðurs. Nú er ljóst að leikurinn fer fram klukkan 17.30 og verður spilaður inni í Boganum. „Það verður allt öðruvísi leikur en ef við hefðum spilað úti á grasvellinum en mér skilst að grasvöllurinn sé alveg farinn og ekkert hægt að spila á honum. Það hefði nú verið fínt að spila uppi á Brekku á nýjum plastvelli þar [á KA-svæðinu] en við stjórnum því ekki. Við höfum spilað í Boganum áður og þurfum aðeins að laga leik okkar að því,“ segir Kristján sem býr sig undir erfiðan leik á Akureyri í dag: „Þór/KA lítur mjög vel út og hefur fengið sjö stig af níu úr síðustu þremur leikjum. Það er mikil orka, kraftur og hjarta í liðinu í síðustu þremur umferðum og mér finnst liðið vera í sínum besta kafla á mótinu núna. Þær líta mjög vel út. Það verður tekist á í þessum leik, það er alveg ljóst.“ Leikur Þórs/KA og Stjörnunnar hefst klukkan 17:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira