Enski boltinn

Smæðarsmánuðum Martínez sama um gagnrýnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lisandro Martínez segist vera í draumastöðu hjá Manchester United.
Lisandro Martínez segist vera í draumastöðu hjá Manchester United. getty/David Price

Lisandro Martínez, leikmaður Manchester United, gefur lítið fyrir gagnrýnina að hann sé of smávaxinn til að spila sem miðvörður í ensku úrvalsdeildinni.

Martínez er 1,75 metri á hæð sem þykir lítið fyrir miðvörð. Hann fékk mikla gagnýni fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjum United í ensku úrvalsdeildinni. Minna hefur farið fyrir gagnrýninni eftir síðustu fjóra deildar leiki Rauðu djöflanna sem hafa allir unnist.

„Mér er sama um gagnrýni. Ég hef trú á sjálfum mér og hæfileikum mínum,“ sagði Argentínumaðurinn sem United keypti frá Ajax fyrir 55 milljónir punda í sumar. „Ég legg líka hart að mér og þar með næ ég þeim árangri sem ég vil.“

Martínez gæti ekki verið ánægðari með stöðuna sem hann er í. „Það var draumur að spila fyrir risastórt félag eins og United og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni sem er ein sú besta í heimi. Ég er mjög glaður.“

Martínez lék allan leikinn þegar Argentína sigraði Hondúras, 3-0, í vináttulandsleik á laugardaginn. Hann hefur leikið átta landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×