„Ítalía valdi okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 07:22 Allt stefnir í að Giorgia Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu. AP/Gregorio Borgia Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00