Enski boltinn

Chelsea komið á blað og gott gengi Man Utd heldur á­fram

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Alessiu Russo í dag.
Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni við Alessiu Russo í dag. Twitter@ManUtdWomen

Englandsmeistarar Chelsea eru komnir á blað í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Manchester United heldur áfram á sigurbraut.

Dagný Brynjarsdóttir, fyrirliði West Ham United, spilaði 84 mínútur í 2-0 tapi gegn Manchester United á heimavelli. Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði hin spænska Lucia Garcia Cordoba eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik.

Aðeins fimm mínútum síðar hafði Hannah Blundell tvöfaldað forystu gestanna frá Manchester. Fleiri urðu mörkin ekki og leiknum lauk með 2-0 sigri Man United.

Englandsmeistarar Chelsea töpuðu óvænt í fyrstu umferð og fengu Manchester City í heimsókn í dag. Fran Kirby kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks og var það eina markið þangað til heimaliðið fékk vítaspyrnu á 78. mínútu leiksins.

Hin norska Maren Mjelde fór á punktinn og tvöfaldaði forystu Chelsea. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur í Lundúnum í dag.

Man United hefur unnið báða sína leiki á leiktíðinni, West Ham og Chelsea hafa unnið einn og tapað einum á meðan Man City hefur tapað báðum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.