Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 14:25 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram fyrirspurn um málið í umhverfis- og skipulagsráði. Vísir/Vilhelm Ekki er á dagskrá Reykjavíkurborgar að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss fyrir farartækin yfir sumartímann. Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Bílastæði Skóla- og menntamál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Bílastæði Skóla- og menntamál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira