Fótbolti

Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Óvíst er hverskyns móttökur samkynhneigðir stuðningsmenn munu fá í Katar. Hvað þá ef þeir „sýna“ samkynhneigð.
Óvíst er hverskyns móttökur samkynhneigðir stuðningsmenn munu fá í Katar. Hvað þá ef þeir „sýna“ samkynhneigð. Alexandra Beier/Getty Images

Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu.

Samkynhneigð er bönnuð og refsiverð samkvæmt lögum í ríkinu. Rannsókn norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR í fyrra sýndi þá fram á að þrjú hótel muni ekki leyfa samkynhneigðum gestum að bóka hjá sér herbergi.

Mörg önnur gera þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir.

One Love-armböndin sem fyrirliðarnir munu bera.Hollenska knattspyrnusambandið

Í það minnsta átta landslið sem keppa á mótinu hafa brugðist með þeim hætti að fyrirliðar þeirra munu bera armbönd merkt hollensku herferðinni One Love. Því er ætlað að sýna samstöðu gegn mismunun í Katar.

Löndin átta eru Holland, Belgía, Danmörk, Þýskaland, England, Frakkland, Wales og Sviss. Fleiri gætu þá bæst við áður en mótið hefst eftir tæpa tvo mánuði.


Tengdar fréttir

HM-hótel í Katar banna samkynhneigðum að koma

Nokkur af hótelunum sem taka á móti gestum á HM karla í fótbolta í Katar í lok árs banna samkynhneigðum að koma. Fjöldi þeirra gerir þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir.

Stuðningsmenn muni bera kostnaðinn af dýrasta HM sögunnar

Stuðningsmenn liða sem taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur sjá fram á gríðarlegan útlagðan kostnað. Samkvæmt úttekt breska miðilsins Telegraph getur kostað stuðningsmenn rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna að fara á mótið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.