Stuðningsmenn muni bera kostnaðinn af dýrasta HM sögunnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 16:31 Ljóst er að mörg munu sniðganga Katar vegna stöðu mála þar í landi. Harry Langer/Getty Images Stuðningsmenn liða sem taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur sjá fram á gríðarlegan útlagðan kostnað. Samkvæmt úttekt breska miðilsins Telegraph getur kostað stuðningsmenn rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna að fara á mótið. Telegraph greinir frá því að margur stuðningsmaðurinn sé óviss um Katarsför, þrátt fyrir að hafa tryggt sér miða á leiki síns liðs. Strangar reglur um hótelgistingu valda vandræðum þar sem öll hótelherbergi eru bókuð í gegnum miðstýrt kerfi og allra ódýrasta gistingin, í sértilgerðum HM-kofum, kostar 25 þúsund krónur nóttin. Matt Willis, sem vinnur fyrir stuðningsmannasamtök í Englandi, segir að stuðningsmenn Englands geti búist við því að greiða lágmark sjö þúsund pund, rúmlega 1,1 milljón króna, fyrir ferð sína til Katar ef liðið fer alla leið í úrslit eða bronsleik. Til samanburðar segist hann hafa eytt þúsund pundum, um 160 þúsund krónum, fyrir að horfa á alla þrjá leiki Englands í riðlakeppninni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Þar sé meðtalinn ferðakostnaður, gisting og matur, auk miða á leikina. „Það er engin leið til að gera þetta ódýrt,“ segir Willis. „Jafnvel þeir sem pöntuðu flug snemma borga um þúsund pund. Þá er eftir að bóka gistingu þar sem sú allra ódýrasta sem stendur er á 200 dollara nóttin,“ „Aðeins er hægt að bóka gistingu gegnum miðstýrt kerfi og þú getur ekki bókað gistingu nema þú sért búinn að tryggja þér miða á leik. Svo þú þarft aðgangskóða til að ganga frá gistingu, ekkert af þessu er einfalt eða þægilegt.“ Miðakostnaður fyrir stuðningsmann Englands sem kaupir miða á alla leiki liðsins, fari það alla leið, er rúmlega 1200 pund, flugið kostar lágmark 1000 pund og þá er gert ráð fyrir að meðalstuðningsmaðurinn þurfi að eyða um 2000 pundum í mat, áfengi, ferðakostnað innan landsins og annað á meðan mótið fer fram. Heildarkostnaðurinn fari því yfir 7000 pund, sé gistingin tekin með í reikninginn. Miðasala hefur verið dræm á mótið. The Guardian greindi frá því í maí að aðeins um 800 þúsund miðar hefðu selst af þeim 3,1 milljón sem hefði verið sett í sölu þá. 2,5 milljón miða af þremur milljónum höfðu selst á sama tímapunkti fyrir HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt misjafnt gengið á Katar hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna mótsins, sem hefst þann 21. nóvember og er fyrsta vetrarmót HM-sögunnar. Af þeim sökum verður næsta leiktíð mikið púsluspil fyrir skipuleggjendur deilda víða um heim þar sem fótboltadagatalið fer úr skorðum. Fyrr í vikunni settu samtökin Carbon Market Watch, sem vinna reglulega með Evrópusambandinu þegar kemur að málefnum útblásturs og mengunar, fram skýrslu sem sýndi fram á að Katar væri langt frá því að uppfylla loforð sín um að halda fyrsta kolefnishlutlausa (e. carbon neutral) heimsmeistaramót sögunnar. Samkvæmt skýrslunni stefnir í að útblástur og mengun vegna mótsins verði tvöföld á við þá sem fylgdi Rússlandi árið 2018. Það er þrátt fyrir gríðarlegar vegalengdir milli keppnisstaða í Rússlandi með meðfylgjandi útblæstri vegna lestar-, flug- og bílferða milli staða. Á móti kemur að aldrei hefur verið eins stutt á milli valla og í smáríkinu Katar, sem segir sitt um kolefnisspor af öðrum völdum á mótinu sem fram undan er. Greint var þá frá því á síðasta ári að 6500 verkamenn, að minnsta kosti, hafi látið lífið við uppbyggingu fyrir mótið í Katar. Amnesty International hefur þá sakað Katara um að hafa fólk í þrælavinnu við ómannúðleg skilyrði. Margir hafa þá áhyggjur af bágri réttindastöðu kvenna, sem og stöðu samkynhneigðra sem hyggjast fara á mótið, enda samkynhneigð ólögleg í landinu. HM 2022 í Katar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Telegraph greinir frá því að margur stuðningsmaðurinn sé óviss um Katarsför, þrátt fyrir að hafa tryggt sér miða á leiki síns liðs. Strangar reglur um hótelgistingu valda vandræðum þar sem öll hótelherbergi eru bókuð í gegnum miðstýrt kerfi og allra ódýrasta gistingin, í sértilgerðum HM-kofum, kostar 25 þúsund krónur nóttin. Matt Willis, sem vinnur fyrir stuðningsmannasamtök í Englandi, segir að stuðningsmenn Englands geti búist við því að greiða lágmark sjö þúsund pund, rúmlega 1,1 milljón króna, fyrir ferð sína til Katar ef liðið fer alla leið í úrslit eða bronsleik. Til samanburðar segist hann hafa eytt þúsund pundum, um 160 þúsund krónum, fyrir að horfa á alla þrjá leiki Englands í riðlakeppninni á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Þar sé meðtalinn ferðakostnaður, gisting og matur, auk miða á leikina. „Það er engin leið til að gera þetta ódýrt,“ segir Willis. „Jafnvel þeir sem pöntuðu flug snemma borga um þúsund pund. Þá er eftir að bóka gistingu þar sem sú allra ódýrasta sem stendur er á 200 dollara nóttin,“ „Aðeins er hægt að bóka gistingu gegnum miðstýrt kerfi og þú getur ekki bókað gistingu nema þú sért búinn að tryggja þér miða á leik. Svo þú þarft aðgangskóða til að ganga frá gistingu, ekkert af þessu er einfalt eða þægilegt.“ Miðakostnaður fyrir stuðningsmann Englands sem kaupir miða á alla leiki liðsins, fari það alla leið, er rúmlega 1200 pund, flugið kostar lágmark 1000 pund og þá er gert ráð fyrir að meðalstuðningsmaðurinn þurfi að eyða um 2000 pundum í mat, áfengi, ferðakostnað innan landsins og annað á meðan mótið fer fram. Heildarkostnaðurinn fari því yfir 7000 pund, sé gistingin tekin með í reikninginn. Miðasala hefur verið dræm á mótið. The Guardian greindi frá því í maí að aðeins um 800 þúsund miðar hefðu selst af þeim 3,1 milljón sem hefði verið sett í sölu þá. 2,5 milljón miða af þremur milljónum höfðu selst á sama tímapunkti fyrir HM í Rússlandi fyrir fjórum árum. Margt misjafnt gengið á Katar hefur sætt töluverðri gagnrýni vegna mótsins, sem hefst þann 21. nóvember og er fyrsta vetrarmót HM-sögunnar. Af þeim sökum verður næsta leiktíð mikið púsluspil fyrir skipuleggjendur deilda víða um heim þar sem fótboltadagatalið fer úr skorðum. Fyrr í vikunni settu samtökin Carbon Market Watch, sem vinna reglulega með Evrópusambandinu þegar kemur að málefnum útblásturs og mengunar, fram skýrslu sem sýndi fram á að Katar væri langt frá því að uppfylla loforð sín um að halda fyrsta kolefnishlutlausa (e. carbon neutral) heimsmeistaramót sögunnar. Samkvæmt skýrslunni stefnir í að útblástur og mengun vegna mótsins verði tvöföld á við þá sem fylgdi Rússlandi árið 2018. Það er þrátt fyrir gríðarlegar vegalengdir milli keppnisstaða í Rússlandi með meðfylgjandi útblæstri vegna lestar-, flug- og bílferða milli staða. Á móti kemur að aldrei hefur verið eins stutt á milli valla og í smáríkinu Katar, sem segir sitt um kolefnisspor af öðrum völdum á mótinu sem fram undan er. Greint var þá frá því á síðasta ári að 6500 verkamenn, að minnsta kosti, hafi látið lífið við uppbyggingu fyrir mótið í Katar. Amnesty International hefur þá sakað Katara um að hafa fólk í þrælavinnu við ómannúðleg skilyrði. Margir hafa þá áhyggjur af bágri réttindastöðu kvenna, sem og stöðu samkynhneigðra sem hyggjast fara á mótið, enda samkynhneigð ólögleg í landinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira