Innlent

Starfs­fólk elti mann sem hafði stolið úr verslun

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það voru fá mál á blaði lögreglunnar í nótt.
Það voru fá mál á blaði lögreglunnar í nótt. Vísir/Vilhelm

Starfsfólk verslunar í Kópavogi hringdi í lögreglu klukkan rétt rúmlega sex í gærkvöldi eftir að maður hafði stolið úr búðinni. Starfsfólkið hafði elt manninn en lögreglan hafði síðar afskipti af honum og vettvangsskýrsla rituð.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Samkvæmt dagbókinni var lítið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Klukkan tæplega átta var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn þar sem hann hafði ruðst inn í húsnæði í Hlíðunum. Húsráðandi óskaði eftir að manninum yrði vísað út en maðurinn fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Hann var að lokum vistaður í fangageymslu vegna ástands.

Þá var maður handtekinn í Árbæ klukkan rétt tæplega tíu, grunaður um húsbrot, brot á lögreglusamþykkt og fleira. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu til að rannsaka málið nánar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×