Innlent

Hjóli Gísla Arnar stolið þrátt fyrir lás af dýrustu gerð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gísli Örn Garðarsson var að sýna í Borgarleikhúsinu þegar hjólinu var stolið.
Gísli Örn Garðarsson var að sýna í Borgarleikhúsinu þegar hjólinu var stolið. Vísir

Hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar var stolið fyrir utan Borgarleikhúsið í laugardagskvöld á meðan Gísli var að sýna sýninguna Ég hleyp. Það tók þjófinn aðeins örfáar sekúndur að nappa hjólinu.

Gísli birti sjálfur myndband af ráninu á Facebook-síðu sinni sem náðist á eftirlitsmyndavélar leikhússins. Þar sést þegar þjófurinn notast við slípirokk til að brjóta lás Gísla, sem að hans sögn var af dýrustu gerð.

Það tók þjófinn aðeins nokkrar sekúndur að brjóta lásinn og gerði það þrátt fyrir að fullt af fólki var í kringum hann. Þegar starfsmenn leikhússins áttuðu sig á því hvað var að gerast var þjófurinn búinn að hjóla í burtu.

Gísli segist ekki vera vongóður um að hjólið finnist og vildi frekar birta myndbandið til þess að var aðra við.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.