Segja herkvaðninguna til marks um misheppnaða aðgerð Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 08:33 Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta. epa/Philip Davali Ákvörðun Vladimir Pútín Rússlandsforseta að grípa til herkvaðningar er viðurkenning á því að innrásin í Úkraínu hefur ekki gengið eins og Rússar ætluðu. Þetta segja bæði talsmenn Úkraínustjórnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands. Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Wallace sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, í kjölfar ávarps Rússlandsforseta. Þar sagði hann Pútín nú svíkja eigið loforð um að grípa ekki til herkvaðningar. Hann og varnarmálaráðherrann Sergey Shoigu hefðu sent tugþúsundir eigin borgara til dauða, illa búna og forystulausa. Wallace sagði engar hótanir né áróður myndu geta falið þá staðreynd að Úkraína væri að hafa sigur, að alþjóðasamfélagið væri einróma í samstöðu sinni og að Rússland væri að verða „úrhrak“ meðal ríkja heims. Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að Rússar hefðu sýnt veikleika með því að fyrirskipa herkvaðningu og að lýsa yfir stuðningi við íbúakosningar um innlimun á hernumdum svæðum Úkraínu. Herkvaðning og tilraunir til innlimunar væru aðeins til marks um að Rússum hefði mistekist ætlunarverk sitt. Petr Fiala, forsætisráðherra Tékklands tísti eftir ávarpið að herkvaðningin væri tilraun Pútín til að stigmagna stríð sem hann hefði hafið gegn Úkraínu og frekari sönnun þess að Rússar væru eini sökudólgurinn í átökunum. Bandamenn þyrftu að halda áfram stuðningi við Úkraínu, í eigin þágu. Mun líklega skapa ólgu heima fyrir Kínverjar, sem hafa setið á hliðarlínunni og fylgst með þróun mála, hafa í morgun hvatt til samtals og samráðs og biðlað til aðila um að horfa til öryggissjónarmiða allra viðkomandi. Ákvörðun Pútín um að grípa til herkvaðningar, sem hann hefur hingað til sagt óþarfa þar sem allar áætlanir hafi gengið eftir, munu vafalítið auka óánægju margra Rússa með stríðsreksturinn. Kannanir hafa sýnt að sífellt færri styðja hernaðaraðgerðirnar í Úkraínu og þá mun ákvörðunin um að kalla til 300.000 mestmegnis unga hermenn hafa áhrif á fjölda fjölskyldna. Henni verður hins vegar vafalítið fagnað af harðlínumönnum og ýmsum stríðsglöðum bloggurum, sem hafa kallað eftir aukinni hörku í kjölfar gagnarása Úkraínumanna. Sérfræðingar segja að jafnvel þótt herkvaðningin eigi að taka gildi í dag sé langt í að nýir hermenn skili sér á vígstöðvarnar í Úkraínu. Ef til stendur að þjálfa menn og vopna, muni liðsaukinn mögulega ekki hafa áhrif í átökunum fyrr en á vormánuðum. Rússar eigi í nógum vandræðum nú þegar með að vopna þá hermenn sem fyrir eru í landinu, sem horfa fram á harðan vetur.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira