Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2022 22:53 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Tom E. Puskar Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. Því neituðu lögmennirnir að svara á þeim grundvelli að Trump gæti þurft að nota málefnið um leynd gagnanna til að verjast ákæru frá dómsmálaráðuneytinu. Raymond Dearie, dómarinn, gagnrýndi lögmennina og sagði að þeir gætu ekki „borðað kökuna og átt hana“. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Á meðal gagnanna fundust rúmlega hundrað háleynileg skjöl en Trump hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi átt gögnin og svipt leyndinni af leynilegum skjölum, sem hann gæti í raun gert sem forseti. Engar vísbendingar og engar skriflegar skipanir hafa þó litið dagsins ljós sem gefa í skyn að Trump hafi nokkurn tímann reynt að svipta leyndinni af gögnunum. Dearie var fenginn til þess að fara yfir gögnin og reyna að segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Sjá einnig: Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Dearie fundaði með lögmönnum Trumps og saksóknurum í dag til að ákveða næstu skref í verkefni hans. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að það muni taka einhverjar vikur ef ekki mánuði en í millitíðinni getur dómsmálaráðuneytið ekki haldið áfram yfirstandandi rannsókn á veru gagnanna í Mar-a-Lago. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað þeim hluta úrskurðarins, með því markmiði að fá að halda rannsókninni áfram á meðan Dearie fer yfir gögnin. Þegar lögmenn Trumps neituðu að svara spurningum Dearie um gögnin og færa fram sannanir fyrir því að leyndinni hefði verið svipt af þeim, sagði hann að ef svo væri og að dómsmálaráðuneytið sagði að gögnin væru enn leynileg, þá væri þeim hluta málsins í raun lokið. Svar lögmannanna vakti furðu og þá sérstaklega með tilliti til þess að það voru þeir sem lögðu fram kröfu um að einhver yrði skipaður til að fara yfir gögnin og þeir sem tilnefndu Dearie til þess. Sérfræðingar hafa gagnrýnt Aileen Cannon, dómarann sem úrskurðaði þeim í vil, harðlega fyrir ákvörðun hennar og sökuðu hana um að gefa Trump réttindi sem aðrir íbúar Bandaríkjanna hefðu ekki. Hún var skipuð í embætti af Trump, níu dögum eftir að hann tapaði forsetakosningunum gegn Joe Biden árið 2020. Cannon hafði gefið Dearie frest til 30. nóvember til að klára verkefni sitt og sagt honum að leggja mesta áherslu á leynileg gögn sem fundust í Mar-a-Lago. Lögmenn Trumps fóru þó fram á að fresturinn yrði lengdur. Dearie sagðist þó ætla að klára fyrir 30. nóvember. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Því neituðu lögmennirnir að svara á þeim grundvelli að Trump gæti þurft að nota málefnið um leynd gagnanna til að verjast ákæru frá dómsmálaráðuneytinu. Raymond Dearie, dómarinn, gagnrýndi lögmennina og sagði að þeir gætu ekki „borðað kökuna og átt hana“. Eins og frægt er lögðu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hald á mikið magn opinberra og leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída, þegar húsleit var gerð þar í ágúst. Trump vill meina að hann eigi muni og gögn sem hald var lagt á og einnig að trúnaður ríki um önnur gögn. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn í hans vörslu er hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar í fyrra. Á meðal gagnanna fundust rúmlega hundrað háleynileg skjöl en Trump hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi átt gögnin og svipt leyndinni af leynilegum skjölum, sem hann gæti í raun gert sem forseti. Engar vísbendingar og engar skriflegar skipanir hafa þó litið dagsins ljós sem gefa í skyn að Trump hafi nokkurn tímann reynt að svipta leyndinni af gögnunum. Dearie var fenginn til þess að fara yfir gögnin og reyna að segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. Sjá einnig: Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Dearie fundaði með lögmönnum Trumps og saksóknurum í dag til að ákveða næstu skref í verkefni hans. AP fréttaveitan segir að búist sé við því að það muni taka einhverjar vikur ef ekki mánuði en í millitíðinni getur dómsmálaráðuneytið ekki haldið áfram yfirstandandi rannsókn á veru gagnanna í Mar-a-Lago. Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað þeim hluta úrskurðarins, með því markmiði að fá að halda rannsókninni áfram á meðan Dearie fer yfir gögnin. Þegar lögmenn Trumps neituðu að svara spurningum Dearie um gögnin og færa fram sannanir fyrir því að leyndinni hefði verið svipt af þeim, sagði hann að ef svo væri og að dómsmálaráðuneytið sagði að gögnin væru enn leynileg, þá væri þeim hluta málsins í raun lokið. Svar lögmannanna vakti furðu og þá sérstaklega með tilliti til þess að það voru þeir sem lögðu fram kröfu um að einhver yrði skipaður til að fara yfir gögnin og þeir sem tilnefndu Dearie til þess. Sérfræðingar hafa gagnrýnt Aileen Cannon, dómarann sem úrskurðaði þeim í vil, harðlega fyrir ákvörðun hennar og sökuðu hana um að gefa Trump réttindi sem aðrir íbúar Bandaríkjanna hefðu ekki. Hún var skipuð í embætti af Trump, níu dögum eftir að hann tapaði forsetakosningunum gegn Joe Biden árið 2020. Cannon hafði gefið Dearie frest til 30. nóvember til að klára verkefni sitt og sagt honum að leggja mesta áherslu á leynileg gögn sem fundust í Mar-a-Lago. Lögmenn Trumps fóru þó fram á að fresturinn yrði lengdur. Dearie sagðist þó ætla að klára fyrir 30. nóvember.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36 Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03 Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Trump skipar Íslandi í flokk þriðja heims ríkja Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýnir að Bandaríkjaforseta hafi verið skipað á bekk með þriðja heims leiðtogum við útför Bretadrottningar í gær. Bandarísku forsetahjónin sátu rétt fyrir aftan þau íslensku í kirkjunni. Trump telur að Bandaríkin hafi mátt þola vanvirðu sökum þessa. 20. september 2022 10:36
Rannsaka hreppaflutninga vonarstjörnu repúblikana á hælisleitendum Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar. 20. september 2022 21:03
Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. 19. september 2022 15:26