Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa 7. september 2022 06:41 Meðal gagna sem FBI lagði hald á voru leynileg gögn um kjarnorkuvopn erlendra ríkja. AP Photo/Jon Elswick Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. Washington Post greinir frá þessu, en ekki kemur þó fram hvaða ríki um ræðir. Skjalið er sagt þess eðlis að einungis núverandi forseti og aðrir í hans nánasta hring eigi að hafa haft aðgang að téðum upplýsingum. Alls lagði Alríkislögreglan hald á um 11 þúsund skjöl í 33 kössum á heimili Trumps og snýr rannsóknin meðal annars að því hvort að vera þeirra á heimili forsetans fyrrverandi kunni að hafa ógnað þjóðaröryggi. Fundust meðal annars rúmlega hundrað trúnaðarskjöl, meðal annars á skrifstofu forsetans fyrrverandi. Í frétt blaðsins kemur ekki fram hvar á heimili Trumps skjalið með kjarnorkuupplýsingum hins erlenda ríkis fundust eða þá til hvaða ráðstafana var búið að grípa til að vernda þau. Undanfarnar vikur hafur alríkislögreglan lagt kapp á að komast yfir gögn sem grunur var um að Trump hefði tekið með sér af forsetaskrifstofunni. Húsleit lögreglunnar fór fram á heimili hans í síðasta mánuði en lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn og skjöl, sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem au voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefði ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá stahæfðu lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði farið fram. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu veri falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem var gert 8. ágúst. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Washington Post greinir frá þessu, en ekki kemur þó fram hvaða ríki um ræðir. Skjalið er sagt þess eðlis að einungis núverandi forseti og aðrir í hans nánasta hring eigi að hafa haft aðgang að téðum upplýsingum. Alls lagði Alríkislögreglan hald á um 11 þúsund skjöl í 33 kössum á heimili Trumps og snýr rannsóknin meðal annars að því hvort að vera þeirra á heimili forsetans fyrrverandi kunni að hafa ógnað þjóðaröryggi. Fundust meðal annars rúmlega hundrað trúnaðarskjöl, meðal annars á skrifstofu forsetans fyrrverandi. Í frétt blaðsins kemur ekki fram hvar á heimili Trumps skjalið með kjarnorkuupplýsingum hins erlenda ríkis fundust eða þá til hvaða ráðstafana var búið að grípa til að vernda þau. Undanfarnar vikur hafur alríkislögreglan lagt kapp á að komast yfir gögn sem grunur var um að Trump hefði tekið með sér af forsetaskrifstofunni. Húsleit lögreglunnar fór fram á heimili hans í síðasta mánuði en lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber gögn og skjöl, sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem au voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefði ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá stahæfðu lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði farið fram. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu veri falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem var gert 8. ágúst.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34 Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Sjá meira
Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31
Gruna að leynileg gögn hafi verið falin í Mar-a-Lago Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og starfsmenn hans neituðu ítrekuðum kröfum Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna um að skila opinberum og leynilegum gögnum sem Trump tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu 2020. Dómsmálaráðuneytið segir mögulegt að Trump og hans fólk hafi fært og falið gögn, til að hindra rannsókn hins opinbera. 31. ágúst 2022 10:34
Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. 1. september 2022 14:50