Enski boltinn

Úrvalsdeildarfélögin leggja til að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ensku úrvalsdeildarfélögin vilja að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum.
Ensku úrvalsdeildarfélögin vilja að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum. Nick Potts/PA Images via Getty Images

Ensku úrvalsdeildarfélögin vilja að leikið verði til þrautar í FA-bikarnum í stað þess að liðin þurfi að mætast á ný verði jafntefli niðurstaðan í leikjunum.

Félögin munu leggja þetta til á fundi á morgun, en heimildarmenn breska ríkisútvarpsins, BBC, segja að félögin muni einnig leggja til umtalsverðar breytingar á enska deildarbikarnum.

Hvorki FA-bikarinn né enski deildarbikarinn er rekinn af ensku úrvalsdeildinni og því munu félögin þurfa að sannfæra enska knattspyrnudambandið (FA) og ensku deildarsamtökin (EFL) um breytingarnar.

Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa áhyggjur af miklu leikjaálagi og ætla sér þess vegna að leggja þessar breytingar til. Tilvonandi fjölgun á liðum í Meistaradeild Evrópu árið 2024 mun sannarlega auka leikjaáliðg enn frekar og því vilja liðin leita leiða til að vinna gegn því.

FA-bikarinn var leikinn með þessu fyrirkomulagi tímabilið 2020/2021 þar sem kórónuveirufaraldurinn hafði ollið því að mörg lið áttu enn eftir að leika frestaða deildarleiki. 

Þá var einnig leikið til þrautar í öllum umferðum FA-bikarsins á seinasta tímabili.

Hvorki enska knattspyrnusambandið né ensku deildarsamtökin hafa svarað þessum hugmyndum ensku úrvalsdeildarfélaganna um stóru bikarkeppnirnar tvær hingað til. Þá er talið að samtalið eigi eftir að eiga sér stað og að þetta verði tekið fyrir á áðurnefndum fundi á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.