Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2022 13:49 Magnús Orri er nú í hávegum hafður meðal Sjálfstæðismanna vegna afsökunarbeiðni sem hann setti fram í gær, hann segist nú sjá eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu. Oddný G. Harðardóttir, meðflutningsmaður Magnúsar Orra um að dómsstólar þyrftu að taka ráðherraábyrgðina til umfjöllunar, vill ekki tá sig um afsökunarbeiðnina. vísir/vilhelm Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. Vísir sagði í gærkvöldi af afsökunarbeiðni Magnúsar á sínum hlut í Landsdómsmálinu svokallaða, sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir,“ segir Magnús Orri. Og bættir því við að hann vildi óska þess að hann hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Hann hafi látið andann í þjóðfélaginu hafa áhrif á afstöðu sína en málið hafi lengi hvílt þungt á honum. Og vissulega var hiti í samfélaginu á þeim tíma sem um ræðir, það er í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Magnús Orri gerði gott betur en sitja í nefnd vegna þessa mikla hitamáls, hann var ásamt samflokkskonu sinni í Samfylkingunni, Oddnýju G. Harðardóttur, flutningsmaður þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn áðurnefndum ráðherrum og að málinu skyldi vísað til landsdóms. Oddný tjáir sig ekki Vísir leitaði viðbragða Oddnýjar vegna iðrunar Magnúsar Orra nú en hún sagðist kjósa að tjá sig ekki afsökunarbeiðni hans opinberlega. Magnús Orri flutti þingsályktunina 2010, hann vitnaði til Rannsóknarskýrslu Alþingis og sagði hrun íslenska efnahagskerfisins haustið 2008 hafa valdið gríðarlegum búsifjum. Mörg hundruð milljarðar töpuðust úr efnahagskerfinu, þúsundir misstu atvinnuna, eignastaða heimila og fyrirtækja varð neikvæð og einstaka atvinnugreinar eru rústir einar, sagði Magnús Orri. „Það er mat þess sem hér stendur að einstaka ráðherrar hafi haft undir höndum upplýsingar þess efnis að þeir hefðu átt að grípa til ákveðinna aðgerða til að minnka fyrirsjáanlegt tjón. Þeim var eða hefði átt að vera það fullkomlega ljóst snemma árs 2008 að í október sama ár mundu bankarnir lenda í alvarlegum vandræðum. Þrátt fyrir allt getum við ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að samkvæmt lögum sem gilda í þessu landi ber okkur að fullkanna hvort viðkomandi ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög.“ Sjálfstæðismenn ánægðir með Magnús Orra Magnús Orri segir í afsökunarbeini sinni nú að hann sé sannfærður um að þau hafi „unnið að heilindum við erfði störf í yfirþyrmandi aðstæðum.“ Svo fór að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var einn sendur til landsdóms þar sem hann var dæmdur fyrir einn ákæruliðanna en sýknaður af þremur. Geir, sem og stuðningsmenn hans, brugðust afar reiðir við. Söfnun fyrir Geir vegna málaferlanna hafði farið fram og hann keyrði málið allt til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Sjálfstæðismenn sem og aðrir stuðningsmenn Geirs telja Magnús Orra nú mann að meiri að hafa beðist afsökunar á sínum hlut en ljóst er að málið situr í þeim. Þeir ljúka upp miklu lofsorði á þennan fyrrverandi þingmann Samfylkingar í athugasemdum við pistil hans á Facebook. „Vel gert,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Aðrir frammámenn í flokknum sem hafa lýst yfir velþóknun á afsökunarbeiðni Magnúsar Orra eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra, Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis og Eyþór Arnalds fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Svo einhverjir séu nefndir. Hannes skrifar bók um Landsdómsmálið Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Magnús stígur fram nú og hefur verið leitt að því líkur að það kunni að tengjast rannsóknum doktor Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á þessu máli. En hann hefur rætt við ýmsa sem því tengjast. Vísir spurði Hannes hvort það væri svo að hann væri að fjalla um málið og hann sagði það svo vera. Hannes Hólmsteinn Gissurarson boðar nú bók eftir sig um þetta mál sem enn situr í Sjálfstæðismönnum. Að sögn Hannesar er óhætt að segja að margir hafi talið það ranglátt að draga Geir einan til ábyrgðar á bankahruninu.vísir/vilhelm „Já, það er alveg rétt. Ég hef skrifað bók um landsdómsmálið, sem er væntanleg í haust. Þar rek ég orsakir bankahrunsins og starfsemi rannsóknarnefndarinnar og helstu niðurstöður hennar, sem eldast nú ef til vill ekki allar jafnvel,“ segir Hannes. Hann tekur jafnframt til umfjöllunar skýrslu þingmannanefndarinnar þá sem Magnús nefnir í sinni afsökunarbeiðni, afdrif málsins á Alþingi og síðan ferlið í landsdómi. „Þetta var mjög dramatískt mál. Óhætt er að segja, að margir töldu ranglátt að draga Geir H. Haarde einan til ábyrgðar á bankahruninu. Það kemur margt nýtt og óvænt fram í bókinni.“ Alþingi Landsdómur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Vísir sagði í gærkvöldi af afsökunarbeiðni Magnúsar á sínum hlut í Landsdómsmálinu svokallaða, sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir,“ segir Magnús Orri. Og bættir því við að hann vildi óska þess að hann hefði haft hugrekki til að tala fyrir því að umfjöllun um ábyrgð ráðherra hefði lokið á vettvangi nefndarinnar. Hann hafi látið andann í þjóðfélaginu hafa áhrif á afstöðu sína en málið hafi lengi hvílt þungt á honum. Og vissulega var hiti í samfélaginu á þeim tíma sem um ræðir, það er í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Magnús Orri gerði gott betur en sitja í nefnd vegna þessa mikla hitamáls, hann var ásamt samflokkskonu sinni í Samfylkingunni, Oddnýju G. Harðardóttur, flutningsmaður þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn áðurnefndum ráðherrum og að málinu skyldi vísað til landsdóms. Oddný tjáir sig ekki Vísir leitaði viðbragða Oddnýjar vegna iðrunar Magnúsar Orra nú en hún sagðist kjósa að tjá sig ekki afsökunarbeiðni hans opinberlega. Magnús Orri flutti þingsályktunina 2010, hann vitnaði til Rannsóknarskýrslu Alþingis og sagði hrun íslenska efnahagskerfisins haustið 2008 hafa valdið gríðarlegum búsifjum. Mörg hundruð milljarðar töpuðust úr efnahagskerfinu, þúsundir misstu atvinnuna, eignastaða heimila og fyrirtækja varð neikvæð og einstaka atvinnugreinar eru rústir einar, sagði Magnús Orri. „Það er mat þess sem hér stendur að einstaka ráðherrar hafi haft undir höndum upplýsingar þess efnis að þeir hefðu átt að grípa til ákveðinna aðgerða til að minnka fyrirsjáanlegt tjón. Þeim var eða hefði átt að vera það fullkomlega ljóst snemma árs 2008 að í október sama ár mundu bankarnir lenda í alvarlegum vandræðum. Þrátt fyrir allt getum við ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að samkvæmt lögum sem gilda í þessu landi ber okkur að fullkanna hvort viðkomandi ráðherrar hafi gerst brotlegir við lög.“ Sjálfstæðismenn ánægðir með Magnús Orra Magnús Orri segir í afsökunarbeini sinni nú að hann sé sannfærður um að þau hafi „unnið að heilindum við erfði störf í yfirþyrmandi aðstæðum.“ Svo fór að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var einn sendur til landsdóms þar sem hann var dæmdur fyrir einn ákæruliðanna en sýknaður af þremur. Geir, sem og stuðningsmenn hans, brugðust afar reiðir við. Söfnun fyrir Geir vegna málaferlanna hafði farið fram og hann keyrði málið allt til Mannréttindadómsstóls Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið á Geir við málsmeðferðina. Sjálfstæðismenn sem og aðrir stuðningsmenn Geirs telja Magnús Orra nú mann að meiri að hafa beðist afsökunar á sínum hlut en ljóst er að málið situr í þeim. Þeir ljúka upp miklu lofsorði á þennan fyrrverandi þingmann Samfylkingar í athugasemdum við pistil hans á Facebook. „Vel gert,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra. Aðrir frammámenn í flokknum sem hafa lýst yfir velþóknun á afsökunarbeiðni Magnúsar Orra eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra, Einar K. Guðfinnsson fyrrverandi forseti Alþingis og Eyþór Arnalds fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Svo einhverjir séu nefndir. Hannes skrifar bók um Landsdómsmálið Einhverjir hafa velt því fyrir sér hvers vegna Magnús stígur fram nú og hefur verið leitt að því líkur að það kunni að tengjast rannsóknum doktor Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á þessu máli. En hann hefur rætt við ýmsa sem því tengjast. Vísir spurði Hannes hvort það væri svo að hann væri að fjalla um málið og hann sagði það svo vera. Hannes Hólmsteinn Gissurarson boðar nú bók eftir sig um þetta mál sem enn situr í Sjálfstæðismönnum. Að sögn Hannesar er óhætt að segja að margir hafi talið það ranglátt að draga Geir einan til ábyrgðar á bankahruninu.vísir/vilhelm „Já, það er alveg rétt. Ég hef skrifað bók um landsdómsmálið, sem er væntanleg í haust. Þar rek ég orsakir bankahrunsins og starfsemi rannsóknarnefndarinnar og helstu niðurstöður hennar, sem eldast nú ef til vill ekki allar jafnvel,“ segir Hannes. Hann tekur jafnframt til umfjöllunar skýrslu þingmannanefndarinnar þá sem Magnús nefnir í sinni afsökunarbeiðni, afdrif málsins á Alþingi og síðan ferlið í landsdómi. „Þetta var mjög dramatískt mál. Óhætt er að segja, að margir töldu ranglátt að draga Geir H. Haarde einan til ábyrgðar á bankahruninu. Það kemur margt nýtt og óvænt fram í bókinni.“
Alþingi Landsdómur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?