Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 09:21 Kate og Gerry McCann við dómshús í Lissabon á meðan á meiðyrðamáli þeirra gegn Amaral lögreglumanni stóð árið 2014. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann. Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann.
Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13
Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59