Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 09:21 Kate og Gerry McCann við dómshús í Lissabon á meðan á meiðyrðamáli þeirra gegn Amaral lögreglumanni stóð árið 2014. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann. Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann.
Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Sjá meira
Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13
Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59