Erlent

Herinn í Mjanmar skaut sex skóla­börn til bana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásin var gerð á föstudaginn.
Árásin var gerð á föstudaginn. AP

Sex börn eru látin og sautján slösuð eftir að þyrla mjanmarska hersins skaut á skóla á Sagaing-svæðinu á föstudaginn. Herinn heldur því fram að uppreisnarmenn hafi notað skólann til að ráðast á hermenn.

Ástandið í Mjanmar er ekki gott og ofbeldi er mikið, sérstaklega eftir að herinn tók völd þar í fyrra. Allir þeir sem hafa mótmælt herstjórninni eru drepnir.

Samkvæmt CNN létust einhver barnanna er herþyrla flaug yfir skólann og hóf skothríð. Þá létu fleiri börn lífið er hermenn gengu inn í skólann og þorpið. Lík barnanna voru fjarlægð og grafin um tíu kílómetra frá bænum.

Í yfirlýsingu frá hernum segir að talið hafi verið að Kachin Independence-skæruliðahópurinn væri að fela sig í skólanum og notaði bæinn til að fela og færa vopn. Þá sakar herinn hópinn um að nota óbreytta borgara sem mannlega skyldi.


Tengdar fréttir

Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland

Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina.

Baráttufólk dæmt til dauða í Mjanmar

Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur tekið fjóra baráttumenn fyrir auknu lýðræði af lífi en dauðarefsingum hefur ekki verið beitt í landinu í rúma fjóra áratugi, opinberlega í það minnsta. Þeir dauðadæmdu voru fyrrverandi þingmaður, rithöfundur og tveir aðgerðasinnar.

Herinn hefur tekið völdin í Mjanmar

Herinn í Mjanmar hefur tekið yfir stjórn landsins en í nótt voru nokkrir af helstu leiðtogum landsins hnepptir í varðhald, þar á meðal Aung San Suu Kyi, sem í raun hefur leitt landið síðustu ár eftir að herinn losaði tök sín.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.