Enski boltinn

Fyrir­liðinn Dag­ný nældi í gult þegar West Ham byrjaði tíma­bilið á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. Twitter@westhamwomen

West Ham United vann 1-0 sigur á Everton í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðaband Hamranna og nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik.

Eina mark leiksins skoraði Lisa Evans undir lok fyrri hálfleiks og þar við sat. Staðan 1-0 í hálfleik sem og þegar flautað var til leiksloka.

West Ham byrjar tímabilið því á sigri en upphaflega átti liðið að mæta Chelsea í fyrstu umferð en þeim leik var frestað vegna andlátar Elísabetar II Bretadrottningar.

Þá var Guðný Árnadóttir í byrjunarliði AC Milan sem vann Sassuolo 3-1 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Var það fyrsti sigur AC Milan á leiktíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.