Son: Þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 21:45 Heung-Min Son vaknaði heldur betur til lífsins í dag. James Williamson - AMA/Getty Images Suður-kóreski knattspyrnumaðurinn Heung-Min Son komst loksins á blað í ensku úrvalsdeildinni er hann skoraði þrennu í 6-2 sigri Tottenham gegn Leicester í dag. Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn. Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Son var markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á seinasta tímabili ásamt Liverpoolmanninum Mohamed Salah með 23 mörk. Hann hafði hins vegar ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu sex umferðum deildarinnar á þessu tímabili og af þeim sökum missti hann byrjunarliðssæti sitt. Son kom inn af varamannabekknum þegar um hálftími var til leiksloka í dag. Hann gerði sér lítið fyrir og setti þrennu fyrir Tottenham og gulltryggði liðinu um leið öruggan 6-2 sigur. HEUNG-MIN SON 13-MINUTE HAT TRICK OFF THE BENCH 🔥 pic.twitter.com/QdhnVm4g9O— B/R Football (@brfootball) September 17, 2022 „Þetta er mögnuð tilfinning. Sérstaklega af því að leikurinn var ekki búinn, ég kom inn á í stöðunni 3-2. Þetta var erfiður leikur og það var frábært að ná að vinna,“ sagði Son eftir leikinn. Eins og áður segir hefur Son átt í miklum erfiðleikum með að finna netmöskvana á tímabilinu og hann segir að það hafi verið gríðarlegur léttir þegar hann sá boltann syngja í netinu í fyrsta sinn á tímabilinu. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Allur pirringurinn, öll vonbrigðin og allar neikvæðu hugsanirnar hurfu bara. Ég gat ekki hreyft mig og stóð þess vegna bara kyrr í stað þess að fagna. Þetta gladdi mig mjög mikið.“ „Fótboltinn getur verið svo klikkaður stundum. Boltinn vildi bara ekki fara inn í seinustu leikjum, en í dag gerðist það þrisvar. Þetta breytir öllu og ég hef lært svo mikið á þessu erfiða tímabili. Ég þarf að leggja hart að mér í hvert einasta skipti til að fá tækifærið.“ „Þetta voru þrjú heppnismörk og ég er mjög stoltur,“ sagði Son að lokum, eðlilega í skýjunum eftir leikinn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Son setti þrennu í stórsigri Tottenham Kóreumaðurinn Heung-Min Son spilaði rétt rúman hálftíma er Tottenham tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir að hafa ekki skorað eitt einasta mark á tímabilinu hlóð Son í þrennu af bekknum og Tottenham vann öruggan 6-2 sigur. 17. september 2022 18:27