Úlfarnir engin fyrir­staða og meistararnir komnir á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir skoruðu í dag.
Þessir tveir skoruðu í dag. EPA-EFE/ANDREW YATES

Jack Grealish kom gestunum frá Manchester yfir eftir aðeins 55 sekúndur og segja má að Úlfarnir hafi aldrei átt viðreisnar von í dag. Þegar rétt rúmlega stundarfjórðungur skoraði svo norska undrið Erling Braut Håland.

Þar með varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora í fyrstu fjórum leikjum sínum á útivelli í deildinni. Þá var þetta hans 100. mark í síðustu 99 leikjum.

Gestirnir bættu ekki við mörkum áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks en Nathan Collins nældi sér hins vegar í beint rautt spjald í liði Úlfanna fyrir glórulaust brot á Grealish. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja og heimamenn orðnir manni færri.

Man City virtist nokkuð sátt með stöðu mála í síðari hálfleik og ógnaði marki Úlfanna ekki mikið ef frá er talið mark Phil Foden á 69. mínútu. Staðan þar með orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins.

Lærisveinar Pep Guardiola eru þar með komnir á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig að loknum sjö leikjum. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.