Fyrsta umræða um fjárlög ríkisstjórnarinnar fór fram á Alþingi í dag. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og förum yfir helstu vendingar dagsins.
Þá fylgjumst við með lögregluaðgerðum á Selfossi í dag þegar sprengjusveit ríkislögreglustjóra þurfti í annað sinn í vikunni að eyða heimatilbúinni sprengju. Sérsveitarmaður segir alvarlegt að ungmenni stundi það að fikta með hættuleg sprengiefni.
Þá kynnum við okkur ákall um yfirhalningu Lönguhlíðar og heyrum í Hlíðarbúum í beinni að loknum íbúafundi um málið auk þess sem við sjáum myndir af metnaðarfullu innbroti í sjoppuna Prinsinn í Árbæ. Þjófurinn fór tómhentur út en lagði mikið á sig líkt og sést á öryggismyndavélum.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Hlusta má á fréttirnar í beinni í spilaranum hér að ofan.