Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Prestar í Hjallakirkju lýsa stöðugri niðurlægingu og kynbundinni áreitni af hálfu starfsbróður síns, sem áminntur verður fyrir hegðun sína. Andrúmsloftið á vinnustaðnum er sagt hafa verið óbærilegt en framtíð prestsins innan þjóðkirkjunnar er enn óráðin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fyrsta umræða um fjárlög ríkisstjórnarinnar fór fram á Alþingi í dag. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og förum yfir helstu vendingar dagsins.

Þá fylgjumst við með lögregluaðgerðum á Selfossi í dag þegar sprengjusveit ríkislögreglustjóra þurfti í annað sinn í vikunni að eyða heimatilbúinni sprengju. Sérsveitarmaður segir alvarlegt að ungmenni stundi það að fikta með hættuleg sprengiefni.

Þá kynnum við okkur ákall um yfirhalningu Lönguhlíðar og heyrum í Hlíðarbúum í beinni að loknum íbúafundi um málið auk þess sem við sjáum myndir af metnaðarfullu innbroti í sjoppuna Prinsinn í Árbæ. Þjófurinn fór tómhentur út en lagði mikið á sig líkt og sést á öryggismyndavélum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á fréttirnar í beinni í spilaranum hér að ofan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×