Eldgosið í Fagradalsfjalli frábrugðið öðrum eldgosum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 20:37 Eldgosinu í Fagradalsfjalli í Geldingadölum lauk formlega hinn 18. desember 2021. Vísir/Vilhelm Vísindamenn segja undanfara eldgossins í Fagradalsfjalli hafa verið ólíkan undanförum annarra eldgosa í heiminum. Fyrir gosið dró úr skjálftavirkni, en algengara er að jarðskjálftavirkni aukist fyrir gos, þegar kvika þrýstir sér upp á yfirborðið. Þeir segja niðurstaða rannsóknar um eldgosið í Fagradalsfjalli mikilvæga fyrir alþjóðasamfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og á Veðurstofunni sem birtust í virta vísindatímaritinu Nature í dag. Vísindamenn fylgdust grannt með eldgosinu, sem gerði þeim kleift að kortleggja aðdraganda, framgang og goslok mjög vel. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum á Veðurstofu Íslands, segir niðurstöðuna hafa mikla þýðingu fyrir alþjóðasamfélagið. Eldgosið var mikið sjónarspil og stóð yfir í tæpa níu mánuði.Vísir/Vilhelm „Niðurstaða rannsóknarinnar er mjög mikilvæg því að öllu jöfnu sjáum við stigvaxandi jarðskjálftavirkni og stigvaxandi jarðskorpuhreyfingar áður en til eldgoss kemur, en síðustu dagana fyrir gosið við Fagradalsfjall 2021, dró hins vegar úr jarðskorpuhreyfingum og skjálftavirkni á svæðinu í kringum gosstöðvarnar,“ segir Michelle. Gosið var hið fyrsta á svæðinu í 800 ár en vísindamenn segja að skýra megi þessa ólíku hegðun með samspili kvikuhreyfinga og krafta sem finna megi í jarðskorpunni og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna. Þegar kvika er á leið upp á yfirborð megi búast við jarðskjálftum en þegar dragi úr jarðhræringum, gæti verið að kvika muni komast upp á yfirborðið. Þá benda vísindamennirnir einnig á að jarðskorpan nálægt yfirborði sé veikari og þar að leiðandi séu átök í jarðskorpunni minni. Vísindamenn tóku vikulega sýni úr hrauninu fyrstu 50 daga gossins, og fönguðu þar að auki agnir úr loftinu.Vísir/Vilhelm Vísindamenn greindu þar að auki fjölmörg sýni úr gosinu og í ljós kom að efnasamsetning hraunsins í Fagradalsfjalli breyttist eftir því sem leið á gostímabilið. Það bendi til þess að kvika hafi komið af miklu dýpi, og að kvika hafi streymt inn í kvikuhólfið á meðan gosinu stóð. Kvikan hafi því að öllum líkindum myndast dýpra í möttli en kvikan sem var fyrir í hólfinu. Samkvæmt Veðurstofunni hafa upplýsingar um dýpstu hluta eldstöðvakerfa skort, en með gosinu í Fagradalsfjalli öðlist vísindasamfélagið nýja og betri þekkingu á viðfangsefninu. Fyrir áhugasama má lesa fyrri greinina, um jarðskorpuhreyfingar og aðdraganda eldgossins hér. Hina seinni, um breytingar á efnasamsetningu hraunsins má lesa hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Vísindi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira