Enski boltinn

„Bandarísk fjárfesting í enskum fótbolta er augljós áhætta“

Atli Arason skrifar
Garry Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports.
Garry Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports. Getty Images

Sparkspekingurinn Gary Neville kallar eftir breyttu regluverki á Englandi með því markmiði að stöðva innreið bandaríska fjárfesta inn í enskan fótbolta, sem hann telur ógna leiknum.

Neville, sem er fyrrum leikmaður Manchester United, hefur verið mjög gagnrýninn á eignarhald Glazer fjölskyldunnar á Manchester United, eignarhald sem hann vill losna við sem fyrst.

„Ég held áfram að endurtaka mig. Því fyrr sem við fáum almennilegt regluverk því betra. Bandarísk fjárfesting í enskum fótbolta er augljós áhætta við fyrirkomulag og efni leiksins. Þau skilja leikinn ekki og hugsa öðruvísi. Þau hætta heldur ekki fyrr en þau fá allt það sem þau vilja,“ skrifaði Neville á Twitter

Skrif Neville á Twitter koma í kjölfar tillögum Todd Boehly, bandarískum eiganda Chelsea, frá því í gær. Boehly lagði til að spilaður væri Stjörnuleikur í enska boltanum en Stjörnuleikir eru árlegir viðburðir í bandarískum íþróttum.

Chelsea er nýjasta félagið í ensku úrvalsdeildinni sem fer undir bandarískt eignarhald en nú eru 40% af öllum liðum úrvalsdeildarinnar í eigu Bandaríkjamanna. Ásamt Chelsea og Manchester United eru Arsenal, Aston Villa, Crystal Palace, Leeds, Liverpool og West Ham eru öll í eigu bandaríska fjárfesta


Tengdar fréttir

Boehly stingur upp á Stjörnuleik að amerískri fyrirmynd

Todd Boehly, einn af nýjum eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, vill taka blaðsíðu úr bók amerískra íþrótta og setja á laggirnar Stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni til að afla fjár fyrir neðri deildir landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×