Enski boltinn

Haaland ekki meðal tíu bestu í tölvuleiknum

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Haaland hefur farið stórkostlega af stað með Manchester City.
Erling Haaland hefur farið stórkostlega af stað með Manchester City. Getty

Einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er í hópi fjögurra bestu knattspyrnumannanna í nýjustu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum sem kemur út í lok mánaðarins.

Athygli vekur að Erling Haaland, sem farið hefur á kostum sem framherji Manchester City, er ekki í hópi tíu bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt þeim tölum sem leikmenn fá í leiknum.

Liðsfélagi hans, Kevin De Bruyne, er sá eini úr ensku úrvalsdeildinni sem er í hópi þeirra bestu, með 91 í einkunn. Sömu stig fá þeir Kylian Mbappé og Lionel Messi hjá PSG, og Robert Lewandowski hjá Barcelona.

Tíu efstu í ensku úrvalsdeildinni:

  • 91 Kevin De Bruyne, Man. City
  • 90 Mohamed Salah, Liverpool
  • 90 Virgil van Dijk, Liverpool
  • 90 Cristiano Ronaldo, Man. Utd
  • 89 Son Heung-min, Tottenham
  • 89 Casemiro, Man. Utd
  • 89 Alisson, Liverpool
  • 89 Harry Kane, Tottenham
  • 89 Ederson, Man. City
  • 89 N'Golo Kanté, Chelsea

Haaland er einn af fjórum leikmönnum City sem koma næstir á eftir þeim tíu bestu í ensku úrvalsdeildinni, með 88 í einkunn. Hinir eru Joao Cancelo, Ruben Dias og Bernardo Silva.

Haaland hefur skorað samtals tólf mörk í aðeins sjö leikjum, í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni, frá því að hann kom til Manchester City í sumar frá Dortmund. Hann verður í eldlínunni með City í kvöld þegar liðið mætir einmitt Dortmund.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.