Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum

Atli Arason skrifar
Haaland skorar sigurmarkið gegn Dortmund.
Haaland skorar sigurmarkið gegn Dortmund. Getty Images

Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld.

Jude Bellingham kom Dortmund yfir með skallamarki á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Marco Reus áður en John Stones jafnaði með óverjandi þrumuskoti fyrir utan vítateig Dortmund á 80. mínútu.

Aðeins fjórum mínútum eftir mark Stones var Haaland búinn tryggja City stigin þrjú. Utanfótar fyrirgjöf Joao Cancelo fór þá inn í vítateig þar sem að fimur Haaland náði einhvern veginn að koma stóru tánni í boltann með viðstöðulausu skoti.

Mark Haaland var 20. mark hans í Meistaradeildinni í aðeins 25 leikjum. Haaland hefur nú skorað eitt mark að meðaltali á 54 mínútna fresti í Meistaradeildinni.

City fer með sigrinum eitt á topp G-riðls með sex stig eftir tvo leiki. Dortmund er á sama tíma í öðru sæti með þrjú stig. Sevilla og FCK koma þar í kjölfarið en FCK og Sevilla gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira