Erlent

Átök brutust út milli Armena og Asera í morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Um er að ræða mannskæðustu átök milli ríkjanna tveggja síðan þau tókust á árið 2020.
Um er að ræða mannskæðustu átök milli ríkjanna tveggja síðan þau tókust á árið 2020. AP/Varnarmálaráðuneyti Armeníu

Átök brutust aftur út milli hersveita Aserbaídsjan og Armeníu í morgun en tæplega hundrað létust í átökum ríkjanna í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá armenska varnarmálaráðuneytinu. 

Minnst 49 armenskir og 50 aserskir hermenn féllu í átökum í gær, þeim mannskæðustu milli ríkjanna frá árinu 2020. Ríkin kenna hvoru öðru um þessi nýjustu átök en Aserbaídsjan hefur sakað Armeníu um að hafa varpað sprengjum og beitt stórskotaliði í átökunum í gær. 

Armenar óskuðu eftir aðstoð Rússa í gær sem leiddi til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti biðlaði til beggja ríkja að leggja niður vopn. 

Nágrannaríkin hafa deilt um áraraðir, sérstaklega vegna svæðisins Nagorno-Karabakh sem er innan landamæra Aserbaídsjan en þar er meirihluti íbúa af armenskum uppruna. Árið 2020 urðu  mikil átök milli þjóðanna þar sem minnst 300 létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi sem Rússar komu að. 


Tengdar fréttir

Rússar að­stoða Armena eftir átök í nótt

Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi.

Armenar og Aserar skiptast á föngum

Sex vikum eftir að friðarsamkomulag náðist eftir vopnuð átök Armena og Asera um héraðið Nargorno-Karabakh hafa ríkin nú skipst á föngum.

Armenar skila þriðja og síðasta land­svæðinu til Asera

Armenar hafa komið landsvæðinu Lachin í hendur Asera í samræmi við samkomulagið sem náðist milli ríkjanna eftir átökin um héraðið Nagorno-Karabakh í haust. Lachin er þriðja og síðasta landsvæðið sem Armenar áttu að afhenda Aserum, en áður höfðu Armenar yfirgefið svæðin Aghdam og Kalbajar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×