Erlent

Hand­tekinn eftir píla­gríms­ferð til heiðurs drottningu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ekki er leyfilegt að fara í pílagrímsferðir til Kaba til heiðurs þeirra sem ekki eru íslamtrúar.
Ekki er leyfilegt að fara í pílagrímsferðir til Kaba til heiðurs þeirra sem ekki eru íslamtrúar. Getty

Jemenskur karlmaður var í gær handtekinn í heilögu borginni Mecca í Sádí-Arabíu er hann heimsótti Stóru moskuna. Maðurinn var þar að biðja til Allah og óska eftir því að hann myndi taka Elísabetu II Bretlandsdrottningu til himnaríkis.

Í Stóru moskunni í Mecca má finna Kaba sem er stór steinbygging en múslimar ferðast langar leiðir í pílagrímsferðum til þess að heimsækja bygginguna. Allir þeir sem ekki eru íslamtrúar eru óvelkomnir í moskuna.

Jemenskur karlmaður ferðaðist alla leið til borgarinnar með borða sem stóð á: „Pílagrímsferð fyrir sál Elísabetar II Bretlandsdrottningar, við biðjum Guð um að taka hana til himnaríkis til að dvelja ásamt þeim réttlátu.“

Bæði er bannað að fara í pílagrímsferðir fyrir látna sem ekki voru íslamstrúar og að vera með einhverskonar borða í moskunni. Hann var því handtekinn á staðnum.

Myndband af manninum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og hann verið harðlega gagnrýndur af öðrum múslimum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×