Rússar aðstoða Armena eftir átök í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. september 2022 07:39 Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu, fundaði í dag með Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Varnarmálaráðuneyti Armeníu Átök urðu milli Asera og Armena við landamæri landanna í nótt. Einhverjir hermenn Armena liggja í valnum eftir nóttina en Armenar segja Asera vera við það að ráðast inn í landið. Varnarmálaráðherrar Armena og Rússa ræddu saman í dag og samþykktu að minnka átökin og stefna að bættu ástandi. Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“. Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Íbúar Aserbaísjan og Armeníu hafa deilt um áraraðir, þá sérstaklega vegna Nagorno-Karabakh svæðisins í Aserbaísjan. Árið 2020 urðu stór átök milli þjóðanna þar sem 300 manns létu lífið en átökin enduðu með vopnahléi milli ríkjanna sem Rússar tóku þátt í. Svæðið Nagorno-Karabakh er staðsett inni í Aserbaísjan og tilheyrir þeim formlega en fyrir átökin voru armenskir aðskilnaðarsinnar með völd þar. Þrátt fyrir tæplega tveggja ára vopnahlé þá hafa þjóðirnar haldið áfram að deila. Í nótt greindi varnarmálaráðherra Armeníu frá því að átök hafi orðið milli þjóðanna í kvöld þar sem að minnsta kosti 49 armenskir hermenn lét lífið. Að sögn Armena hófu Aserar skothríðina í nótt og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Armeníu að þeir ætli að svara öllum árásum sem gerðar eru. Verið sé að koma hermönnum fyrir á svæðum til að vernda landamærin. Aserar segja Armena hafa hafið skothríðina. Samkvæmt varnarmálaráðuneyti Armena hófust átökin í kringum miðnætti á staðartíma í gærkvöldi og segja Armenar að Aserar séu einnig að skjóta á húsnæði þar sem óbreyttir borgarar eru. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í tilkynningu í nótt að Bandaríkin hefðu miklar áhyggjur af þróun mála á landamærunum og hvöttu báða aðila til þess að leggja niður vopn sín. The United States is deeply concerned about reports of active hostilities between Armenia and Azerbaijan. We urge an end to military hostilities immediately. There is no military solution to the conflict. https://t.co/cGeWXpbzKS— Secretary Antony Blinken (@SecBlinken) September 13, 2022 Í dag funduðu Suren Papikyan, varnarmálaráðherra Armeníu og Sergei Shoighu, varnarmálaráðherra Rússlands. Þær ræddu saman í síma og sagðist Shoighu vilja að bæði ríki myndu hætta átökunum. Ráðherrarnir samþykktu að „taka nauðsynleg skref í átt að því að koma á stöðugleika á svæðinu“.
Aserbaídsjan Armenía Rússland Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira