Enski boltinn

Búið að fresta hjá Man United og Liver­pool um næstu helgi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikur Manchester United og Leeds United mun ekki fara fram um næstu helgi.
Leikur Manchester United og Leeds United mun ekki fara fram um næstu helgi. Catherine Ivill/Getty Images

Þremur leikjum sem fram áttu að fara í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um komandi helgi hefur verið frestað. Þar á meðal er stórleikur Chelsea og Liverpool sem og leikur erkifjendanna Manchester United og Leeds United.

Andlát Elísabetar II Bretladrottningar hefur heldur betur sett strik sitt í leikjaáætlun ensku úrvalsdeildarinnar. Drottningin lést þann 8. september og var öllum leikjum í ensku úrvalsdeildinni, sem og neðri deildum þar í landi, frestað um liðna helgi. 

Enn er óvíst hvað verður um leiki ensku félaganna í Evrópukeppni en nú þegar hefur nokkrum leikjum verið frestað sem fram áttu að fara um næstu helgi. Ástæðan er jarðaför drottningarinnar sem þá fer fram en mun stór meirihluti lögregluforða Bretlandseyja koma að jarðaförinni. 

Þar með er ekki hægt að tryggja öryggi vallargesta né leikmanna og því eina í stöðunni að fresta leikjum. Hvort fleiri leikjum verði frestað á svo eftir að koma í ljós. Sem stendur hefur engum leik verið frestað í neðri deildum Englands vegna jarðarfararinnar.


Tengdar fréttir

Leik Arsenal í Evrópudeildinni frestað

Leik Arsenal við PSV Eindhoven í Evrópudeildinni í fótbolta hefur verið frestað sökum andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Óvissa er um leiki komandi helgar í ensku deildarkeppnunum.

Ósammála frestunum á Englandi

Sparkspekingarnir Gary Neville, Peter Crouch og Piers Morgan eru ekki sammála þeirri ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar að fresta öllum leikjum helgarinnar en leikjunum var frestað vegna andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×