Erlent

Gagn­rýnir frammi­stöðu rúss­neska hersins

Árni Sæberg skrifar
Razman Kadyrov er leiðtogi Téténa.
Razman Kadyrov er leiðtogi Téténa. Getty/Svetlov

Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og stuðningsmaður Pútíns Rússlandsforseta, fer hörðum orðum um stjórnendur rússneska heraflans í Úkraínu vegna þess hversu miklu landsvæði þeir hafa tapað í hendur Úkraínumanna. 

„Þeir hafa gert mistök og ég held að þeir muni komast að þeirri niðurstöðu,“ segir Kadyrov, sem hefur um árabil verið einn dyggasti stuðningsmaður Pútíns og stjórnvalda í Kreml, í hljóðskilaboðum sem hann birti á Telegram í kvöld.

Þúsundir rússneskra hermanna hörfa nú af stóru landsvæði sem þeir höfðu hertekið í austurhluta Úkraínu. Hersveitir Úkraínumanna hafa frelsað tugi bæja og þorpa sem hafa verið í haldi Rússa frá því að innrásin hófst.

„Ef engar breytingar hafa verið gerðar á áætlunum hersins á morgun mun ég neyðast til að ræða við stjórn varnarmálaráðuneytisins og yfirvöld Rússlands til þess að útskýra ástandið á vígvöllunum fyrir þeim. Þetta er mjög áhugavert ástand. Það er í raun ótrúlegt, verð ég að segja,“ segir Kadyrov.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×