Klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 11. september 2022 12:57 Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur Það að verulega mjótt sé á munum milli vinstri og hægri-blokka í Svíþjóð er líklega til marks um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndunum, segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur. Svíar ganga að kjörborðinu í dag og er spennan þar í landi mikil. Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur. Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Kosningabaráttan hefur einkennst af umræðu um orkumál og um þá öldu ofbeldis sem víða hefur riðið yfir sænskt samfélag, og þá helst hvað gera skuli til að bregðast við starfsemi glæpagengja í landinu. Á síðasta ári voru tilkynntar 330 skotárásir í landinu þar sem 46 manns létust, en á síðustu fjórum árum hafa að meðaltali 44 látist í skotárásum í Svíþjóð á ári hverju. Svíþjóðardemókratar, flokkur sem hefur um árabil talað sérstaklega fyrir þjóðernishyggju og gegn straumi innflytjenda, mælast nú með 21,2 prósent fylgi sem er tæpum fjórum prósentum meira en flokkurinn hlaut í kosningunum árið 2018. Flokkurinn hafði áður verið einangraður á þingi en hægri blokkin, blokk borgaralegra flokka, opnuðu á samstarf við flokkinn á kjörtímabilinu. Hægrisinnaðri áherslur en áður hafa verið Birgir segir breyttar áherslur í stjórnmálum klárlega merki um uppgang þjóðernishyggju á Norðurlöndum og í Evrópu. „Svíþjóðardemókratarnir koma úr svona nýnasískum bakgrunni upphaflega og hafa þróast út úr því í að verða svona hefðbundinn þjóðernissinnaður evrópskur pópúlistaflokkur, getum við kannski sagt. Þannig að það er alveg klárlega í allri kosningabaráttunni svona þjóðernisleg og miklu hægrisinnaðri áherslur en hafa verið á síðustu árum,“ segir Birgir. Jafnaðarmenn - með sitjandi forsætisráðherra Magdalenu Andersson í forsvari - njóta enn mikils fylgis og bæta við sig tveimur prósentum samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur staða Ulfs Kristersson, formanns hægriflokksins Moderaterna og mögulegs forsætisráðherra, veikst. Fari svo að hægri menn sigri verða Svíþjóðardemókratar í góðri samningsstöðu, sem stærsti flokkurinn í bandalagi hægriflokka. „Þessi mikli uppgangur Svíþjóðardemókratana gerir þetta svolítið flókið og erfitt fyrir [Kristersson]. Og það er kannski það sem er áhugaverðast eru þessi breyttu valdahlutföll og áherslur hægra megin í sænskum stjórnmálum. Það gæti haft töluvert mikil áhrif til lengdar,“ segir Birgir. Hann segir að borgaralegu flokkarnir þrír, sem gætu komið til með að mynda ríkisstjórn, þurfi að semja við Svíþjóðardemókrata um öll stefnumál. Þá sé ljóst að staða Svíþjóðardemókrata verði mjög sterk. „ Þeir munu ekki hafa ráðherra en þeir myndu hafa úrslitaáhrif á öll mál ríkisstjórnarinnar og sem stærsti flokkurinn í þessu bandalagi hljóta áhrif þeirra að verða gríðarlega mikil. Þannig að því leytinu til má búast við miklum breytingum - sigri hægrimenn,“ segir Birgir Hermansson stjórnmálafræðingur.
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Tengdar fréttir Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Mjótt á munum: Stefnir í æsispennandi kosningar í Svíþjóð Mjög mjótt er á munum milli vinstri- og hægriblokkar í Svíþjóð samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Aðeins munar 0,3 prósentum, vinstriblokkinni í vil, en Svíar ganga að kjörborðinu á morgun. 10. september 2022 09:33
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00