Erlent

Jarðskjálfti af stærðinni 7,6 reið yfir Papúa Nýju-Gíneu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þetta hús er að hruni komið eftir jarðskjálftann.
Þetta hús er að hruni komið eftir jarðskjálftann. Twitter/Seismology Fiji

Risastór jarðskjálfti reið yfir í Papúa Nýju-Gíneu í morgun. Skjálftinn mældist 7,6 að stærð en miklar skemmdir urðu á eignum og vitð er um nokkra sem slösuðust í skjálftanum. 

Jarðskjálftinn átti upptök á áttatíu kílómetra dýpi austur af Papúa. Hann reið yfir klukkan 9:45 að staðartíma eða klukkan 23:45 að íslenskum tíma í gærkvöld. Samkvæmt frétt Reuters fannst skjálftinn mjög vel í höfuðborginni Port Moresby, um 500 kílómetrum frá upptökum skjálftans. 

Sprunga hefur myndast í þessum vegkanti eftir skjálftann.AP/Renagi Ravu

Náttúruvárstofnun Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna hættu á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans en hann virðist ekki hafa komið slíkum bylgjum af stað. 

Íbúar eyjanna leituðu á samfélagsmiðla til þess að deila myndum og myndböndum af skemmdunum, vörum að detta úr hillum og svo framvegis. Ekki er alveg ljóst hve mikið eignatjón eða manntjón varð. Staðarmiðlar greina þó frá því að minnst einn hafi farist og fram hafa komið óstaðfestar fregnir um að hús hafi hrunið og fleira í þeim dúr, sem gæti þýtt enn frekara manntjón.

Jarðskjálftar eru mjög algengir í Papúa Nýju-Gíneu en eyríkið er staðsett á flekaskilum í Eyjaálfu. Síðasti skjálfti sem var svipaður að stærð og þessi reið yfir árið 2018 og átti upptök sín á hálendi eyjunnar. Meira en hundrað fórust í þeim skjálfta og þúsundir heimila hrundu. 


Tengdar fréttir

Enn skelfur Papúa Nýja-Gínea

Jarðskjálfti, 6,0 að styrk, reið yfir Papúa Nýju-Gíneu árla mánudags að staðartíma. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi í miðju landinu rúma 600 kílómetra norðvestur af höfuðborginni, Port Moresby.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.