Erlent

Enn skelfur Papúa Nýja-Gínea

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Björgunarfólk leitar að líkum í rústum húss sem hrundi eftir skjálftann sem reið yfir eyjuna 26. febrúar síðastliðinn.
Björgunarfólk leitar að líkum í rústum húss sem hrundi eftir skjálftann sem reið yfir eyjuna 26. febrúar síðastliðinn. Twitter
Jarðskjálfti, 6,0 að styrk, reið yfir Papúa Nýju-Gíneu árla mánudags að staðartíma. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi í miðju landinu rúma 600 kílómetra norðvestur af höfuðborginni, Port Moresby.

Vika er frá því að annar skjálfti, 7,5 að styrk, skók landið með þeim afleiðingum að skriður féllu víðsvegar um landið. Neyðarástand ríkir í landinu vegna skjálftans en tugir týndu lífi og fjölda er saknað.

Um 150 þúsund manns voru á vergangi eftir fyrri skjálftann en skriður og ónýtir vegir hafa gert viðbragðsaðilum erfitt um vik að koma neyðaraðstoð til þeirra sem hana þurfa. Óttast er að hinn nýi skjálfti hafi bætt gráu ofan á svart.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×