Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2022 20:06 P8 kafbátarleitarflugvélarnar eru í grunnin Boeing 737 farþegaþotur og einu herflugvélar Bandaríkjahers sem eru einnig smíðaðar til farþegaflugs. Stöð 2/Heimir Már Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. Bandaríkjaher hefur ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Engu að síður er mikið um að vera þar í öryggismálum og mikið fjárfest. Í flugskýli á öryggissvæðinu hefur bandaríski herinn, íslensk stjórnvöld og NATO sett stórar fjárhæðir til að geta rúmað P8 kafbátaeftirlitsflugvélar sem sjá um kafbátaleit í kring um Ísland. Milljarða framkvæmdir hafa staðið yfir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri sem eru kostaðar sameiginlega af Bandaríkjaher, íslensku stjórnvöldum og NATO. Gríðarstórt flugskýli Gæslunnar á svæðinu hefur til að mynda verið mikið endurnýjað.Stöð 2/Heimir Már Um fimmtíu starfsmenn Landhelgisgæslunnar sjá um rekstur öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli sem hýsir NATO flugsveitir sem koma hingað til loftrýmisgæslu og sinnir ratsjáreftirliti á vegum Atlandshafsbandalagsins. Lóa Dís Másdóttir er greiningarsérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Þar er fylgst með öllum loftförum yfir og í nálægð við Ísland.Stöð 2/Bjarni Lóa Dís Másdóttir greiningarsérfræðingur hjá Gæslunni segir stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli tengist fjórum ratsjárstöðvum á hornum landsins. Yfirstjórn eftirlitsins væri hjá NATO í Uedem í Þýskalandi. „Og við reynum að vinna með stjórnstöð Isavia og stjórnstöðinni í Reykjavík. Þannig að það getur verið mjög mikið að gera.“ Þannig að þið sjáið írauninni öll loftför sem eru á ferðinni yfir og í kringum Ísland? „Já, við sjáum öll loftför,“ segir Lóa Dís. Þegar erlendar flugsveitir koma hingað til lands sjá fulltrúar þeirra um flugstjórn þeirra í miðstöðinni. Nú um helgina lýkur dönsk sveit fjögurra F-16 herþotna mánaðarlöngum eftirlitsstörfum. Danskir hermenn mega ekki koma í viðtöl undir nafni. Liðsforinginn gegnir kallmerkinu Del og segir þátttöku í loftgæslunni hafa mikið gildi. Del liðsforingi dönsku flugsveitarinnar segir mjög mikilvægt að flugmenn hans fái að kynnast aðstæðum á Íslandi.Stöð 2/Bjarni „Aðalmunurinn er veðrið. Það er allt öðruvísi en í Evrópu. Þaðbreytist mikið á skömmum tíma. Og við höfum bara tvær flugbrautir til að lenda á, hérna í Keflavík og ávaraflugvellinum á Akureyri,“ segir Del sem nú var að koma öðru sinni meðflugsveit til Íslands. En NATO og Bandaríkjaher fylgjast ekki bara með umferðinni í háloftunum. Boeing 737 P8 kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers eru hér nánast með fasta viðveru. Kevin Harrington liðsforingi P8 flugsveitarinnar segir flugvélarnar eru búnar fullkomnustu vopnum og leitarbúnaði. Meðal annars er leitarduflum varpað úr flugvélunum til að hlusta eftir rússneskum kafbátum. Kevin Harrinigton liðsforingi kafbátaleitarsveitar bandaríska flughersins segir P8 leitarfulgvélarnar mjög fullkomnar til leitar og vel vopnum búnar.Stöð 2/Heimir Már „Við getum leitað á mjög víðfemu svæði að yfirborðsskipum og kafbátum. Fundið hluti undir yfirborði sjávar og staðsett, og ef nauðsyn krefur, ráðist á skotmörkin.“ Og þið getið fylgst með stóru svæði? „Mjög stóru svæði. Leitarradíusinn er um 1.200 sjómílur,“ segir Harrington. Rúmlega 200 Bandaríkjamenn séu nú á Keflavíkurflugvelli í tengslum við rekstur flugsveitarinnar. Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur NATO Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Ítalski flugherinn á leið til landsins Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér. 24. apríl 2022 22:08 Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9. mars 2022 22:37 Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Bandaríkjaher hefur ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Engu að síður er mikið um að vera þar í öryggismálum og mikið fjárfest. Í flugskýli á öryggissvæðinu hefur bandaríski herinn, íslensk stjórnvöld og NATO sett stórar fjárhæðir til að geta rúmað P8 kafbátaeftirlitsflugvélar sem sjá um kafbátaleit í kring um Ísland. Milljarða framkvæmdir hafa staðið yfir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarin misseri sem eru kostaðar sameiginlega af Bandaríkjaher, íslensku stjórnvöldum og NATO. Gríðarstórt flugskýli Gæslunnar á svæðinu hefur til að mynda verið mikið endurnýjað.Stöð 2/Heimir Már Um fimmtíu starfsmenn Landhelgisgæslunnar sjá um rekstur öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli sem hýsir NATO flugsveitir sem koma hingað til loftrýmisgæslu og sinnir ratsjáreftirliti á vegum Atlandshafsbandalagsins. Lóa Dís Másdóttir er greiningarsérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Þar er fylgst með öllum loftförum yfir og í nálægð við Ísland.Stöð 2/Bjarni Lóa Dís Másdóttir greiningarsérfræðingur hjá Gæslunni segir stjórnstöðina á Keflavíkurflugvelli tengist fjórum ratsjárstöðvum á hornum landsins. Yfirstjórn eftirlitsins væri hjá NATO í Uedem í Þýskalandi. „Og við reynum að vinna með stjórnstöð Isavia og stjórnstöðinni í Reykjavík. Þannig að það getur verið mjög mikið að gera.“ Þannig að þið sjáið írauninni öll loftför sem eru á ferðinni yfir og í kringum Ísland? „Já, við sjáum öll loftför,“ segir Lóa Dís. Þegar erlendar flugsveitir koma hingað til lands sjá fulltrúar þeirra um flugstjórn þeirra í miðstöðinni. Nú um helgina lýkur dönsk sveit fjögurra F-16 herþotna mánaðarlöngum eftirlitsstörfum. Danskir hermenn mega ekki koma í viðtöl undir nafni. Liðsforinginn gegnir kallmerkinu Del og segir þátttöku í loftgæslunni hafa mikið gildi. Del liðsforingi dönsku flugsveitarinnar segir mjög mikilvægt að flugmenn hans fái að kynnast aðstæðum á Íslandi.Stöð 2/Bjarni „Aðalmunurinn er veðrið. Það er allt öðruvísi en í Evrópu. Þaðbreytist mikið á skömmum tíma. Og við höfum bara tvær flugbrautir til að lenda á, hérna í Keflavík og ávaraflugvellinum á Akureyri,“ segir Del sem nú var að koma öðru sinni meðflugsveit til Íslands. En NATO og Bandaríkjaher fylgjast ekki bara með umferðinni í háloftunum. Boeing 737 P8 kafbátaleitarflugvélar Bandaríkjahers eru hér nánast með fasta viðveru. Kevin Harrington liðsforingi P8 flugsveitarinnar segir flugvélarnar eru búnar fullkomnustu vopnum og leitarbúnaði. Meðal annars er leitarduflum varpað úr flugvélunum til að hlusta eftir rússneskum kafbátum. Kevin Harrinigton liðsforingi kafbátaleitarsveitar bandaríska flughersins segir P8 leitarfulgvélarnar mjög fullkomnar til leitar og vel vopnum búnar.Stöð 2/Heimir Már „Við getum leitað á mjög víðfemu svæði að yfirborðsskipum og kafbátum. Fundið hluti undir yfirborði sjávar og staðsett, og ef nauðsyn krefur, ráðist á skotmörkin.“ Og þið getið fylgst með stóru svæði? „Mjög stóru svæði. Leitarradíusinn er um 1.200 sjómílur,“ segir Harrington. Rúmlega 200 Bandaríkjamenn séu nú á Keflavíkurflugvelli í tengslum við rekstur flugsveitarinnar.
Öryggis- og varnarmál Keflavíkurflugvöllur NATO Danmörk Bandaríkin Tengdar fréttir NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21 Ítalski flugherinn á leið til landsins Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér. 24. apríl 2022 22:08 Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9. mars 2022 22:37 Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
NATO skilgreinir Rússland sem helstu öryggisógn Evrópu Rússland er helsta ógnin við öryggi Evrópu samkvæmt nýrri hernaðarstefnu sem leiðtogar Atlantshafsbandalagsins samþykktu í dag. Forsætisráðherra segir óviðeigandi að Tyrkir hafi blandað málefnum Kúrda inn í aðildarviðræður Svía og Finna að bandalaginu. 29. júní 2022 19:21
Ítalski flugherinn á leið til landsins Von er á sveitum ítalska flughersins til landsins á morgun, mánudaginn 25. apríl. Liðsmennirnir, sem eru 135 talsins, koma með fjórar F-35 herþotur með sér. 24. apríl 2022 22:08
Borgarbúum brugðið við drunur í orrustuþotum Íbúum höfuðborgarsvæðisins brá mörgum í brún í kvöld þegar miklar drunur heyrðust í háloftunum. Þar voru á ferðinni tvær orrustuþotur frá Portúgal. 9. mars 2022 22:37
Segir Ísland hvorki varið fyrir innrás né hryðjuverkum Prófessor í stjórnmálafræði segir að Íslendingar verði nú að taka umræðuna um hvort sérstakar varnarsveitir hafi viðveru á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, í ljósi stríðs í Evrópu. Ísland sé hvorki varið fyrir allsherjarinnrás né sértækum hryðjuverkaárásum. 7. mars 2022 21:35