Stelpurnar okkar þurfa að fara til Portúgals eða Belgíu Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 11:40 Stelpurnar okkar hafa vonandi ástæðu til að gleðjast 11. október þegar umspilsleik þeirra lýkur. Getty/Harriet Lander Nú er orðið ljóst hver andstæðingur Íslands verður í seinni hluta umspilsins í Evrópu um sæti á HM kvenna í fótbolta, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira
Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku.
Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Sjá meira