Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 09:32 Ísland tapaði gegn Hollandi á þriðjudag með marki í uppbótartíma, og þarf því að fara í umspilið. Getty/Patrick Goosen Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Sjá meira
Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Sjá meira