Utan vallar: Ógeðslega ósanngjarnt Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 09:32 Ísland tapaði gegn Hollandi á þriðjudag með marki í uppbótartíma, og þarf því að fara í umspilið. Getty/Patrick Goosen Ég botna ekki í því hvert alþjóðafótboltinn er að stefna með því að láta heppni ráða svona miklu um það hvaða þjóðir komast á stórmót, eins og raunin er farin að vera varðandi umspil í Evrópu. Ætli Ísland verði aftur eins óheppið í dag og árið 2020? Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Í hádeginu í dag stendur UEFA fyrir drætti í umspilið um sæti á HM kvenna í fótbolta. Stelpurnar okkar eru eins og allir vita í pottinum, og vegna góðrar stigasöfnunar í undankeppninni fara þær beint á seinna stig umspilsins. Á bæði fyrra og seinna stigi umspilsins eru bara spilaðir stakir leikir, og dregið um það hvaða lið fá að spila á heimavelli. Já, það er sem sagt bara peningakast sem ræður því hvaða lið spila á heimavelli. Ekki árangur. Ekki staða á heimslista. Ekkert annað en heppni. Og hvort ætli sé betra fyrir Ísland að spila á Laugardalsvelli eða í Brussel, ef liðið mætir til dæmis Belgum eins og á EM í sumar? Ákvörðun sem snarminnkar vonina um eina skiptið á HM Það er auðvitað bara ósanngjarnt, ógeðslega ósanngjarnt, að láta svona stórt atriði velta á heppni. Ef fólki finnst það ekki má hugsa til eldri leikmanna í íslenska landsliðinu. Dagný Brynjarsdóttir, búin að þjóna landsliðinu í tólf ár, sagði við mig í síðustu viku að þetta gæti verið hennar síðasti séns á að komast á HM. Er í lagi að sá séns snarminnki út af einhverri geðþóttaákvörðun þeirra sem ráða hjá UEFA? Ætti Dagný ekki frekar að hagnast á því að hafa hamast í níutíu mínútur í hverjum einasta leik sem hún spilar, og vera þannig nær því að fylgja Hollandi á HM? Sama staða Íslands og fyrir EM karla Þessi sama staða var uppi fyrir EM karla sem fram fór í fyrrasumar. Íslenska karlalandsliðið fór í umspil og vegna fyrri árangurs síns fékk liðið heimaleik í undanúrslitum þess, gegn Rúmeníu, en dregið var um það hvort úrslitaleikur umspilsins yrði í Laugardal eða í Búdapest. Búdapest varð niðurstaðan og Ísland að lokum svipt heilu stórmóti í fótbolta með sárgrætilegu tapi. Auðvitað ætti að láta lið mætast í tveggja leikja einvígi þegar heilt stórmót er undir. Ef það er bara ekki hægt þá finnst mér það fyrst og fremst fráleitt að UEFA skuli ekki nýta tækifærið í svona máli til að láta stöðu á styrkleikalistum ráða. Það gerir vægi allra leikja meira og hjálpar til við að eyða tali um að mögulega skipti úrslit einhverra landsleikja ekki máli. Ef staða á styrkleikalista getur hjálpað landsliðum þá skipta úrslit allra landsleikja máli. Vonandi verða stelpurnar okkar heppnar í dag og fá heimaleik, og vonandi verður íslenska þjóðin með á nótunum og skapar geggjaða stemningu á Laugardalsvelli eins og maður fékk að sjá hjá Hollendingum í Utrecht á þriðjudaginn. Bláa hafið kann þetta allt saman og getur svo sannarlega gert gæfumuninn.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Utan vallar Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira