Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2022 16:39 Stephen Bannon í New York í dag. AP/Eduardo Munoz Alvarez Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann hét því að allir peningar sem söfnuðust færu í að reisa múrinn en hann er sakaður um að hafa gefið tveimur ónefndum aðilum hundruð þúsund dala sem söfnuðust. Bannon hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti vegna þessa. Alríkissaksóknarar höfðu áður ákært Bannon vegna sama máls og sökuðu hann um að hafa stolið rúmri milljón dala frá fjáröfluninni. Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var hins vegar að náða hann. Sú náðun nær þó eingöngu til alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum og það að Trump hafi náðað Bannon áður en hann var annað hvort sýknaður eða sakfelldur þýðir að ríkissaksóknarar í New York geta ákært hann aftur og réttað yfir honum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknararnir byggja ákærur sínar á því að einhverjir af þeim sem Bannon á að hafa svikið búa í New York-ríki. Bannon, sem er 68 ára gamall, gaf sig fram í New York í dag og þá var hann vígreifur og staðhæfði að hann hefði verið ákærður vegna komandi þingkosninga. Saksóknararnir vildu koma á hann höggi vegna þess að útvarpsþáttur hans væri mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Trumps. AP segir að hinir ónefndu aðilar í ákærunum gegn Bannon séu líklegast Brian Kolfage og Andrew Badolato, sem komu einnig að fjáröfluninni og hafa játað fyrir alríkisdómstól að hafa svikið fé úr fólki og stungið hundruð þúsundum dala í eigin vasa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Þingmenn vilja ákæra Bannon Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 21. október 2021 23:48 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Hann hét því að allir peningar sem söfnuðust færu í að reisa múrinn en hann er sakaður um að hafa gefið tveimur ónefndum aðilum hundruð þúsund dala sem söfnuðust. Bannon hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti vegna þessa. Alríkissaksóknarar höfðu áður ákært Bannon vegna sama máls og sökuðu hann um að hafa stolið rúmri milljón dala frá fjáröfluninni. Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var hins vegar að náða hann. Sú náðun nær þó eingöngu til alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum og það að Trump hafi náðað Bannon áður en hann var annað hvort sýknaður eða sakfelldur þýðir að ríkissaksóknarar í New York geta ákært hann aftur og réttað yfir honum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknararnir byggja ákærur sínar á því að einhverjir af þeim sem Bannon á að hafa svikið búa í New York-ríki. Bannon, sem er 68 ára gamall, gaf sig fram í New York í dag og þá var hann vígreifur og staðhæfði að hann hefði verið ákærður vegna komandi þingkosninga. Saksóknararnir vildu koma á hann höggi vegna þess að útvarpsþáttur hans væri mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Trumps. AP segir að hinir ónefndu aðilar í ákærunum gegn Bannon séu líklegast Brian Kolfage og Andrew Badolato, sem komu einnig að fjáröfluninni og hafa játað fyrir alríkisdómstól að hafa svikið fé úr fólki og stungið hundruð þúsundum dala í eigin vasa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Þingmenn vilja ákæra Bannon Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 21. október 2021 23:48 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18
Þingmenn vilja ákæra Bannon Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 21. október 2021 23:48
Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59