Erlent

Hvítrússneski herinn æfir við landamæri Póllands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hvítrússneski herinn æfir nú meðal annars við landamæri Póllands.
Hvítrússneski herinn æfir nú meðal annars við landamæri Póllands. EPA-EFE/ARTUR RESZKO

Hvítrússneski herinn hefur hafið heræfingar við borgina Brest nærri pólsku landamærunum, við höfuðborgina Mínsk og í héraðinu Vitebsk í norðausturhluta landsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti landsins. Æfingarnar munu standa yfir fram til 14. september og beinast þær að því að æfa endurheimt landssvæða sem óvinir hafa náð á sitt vald, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Mikil spenna hefur verið milli Hvíta-Rússlands og nágrannaríkjanna undanfarin ár en yfirvöld þar í landi eru ein fárra sem stutt hafa Rússland í stríðinu í Úkraínu og réðust rússneskar hersveitir meðal annars inn í Úkraínu frá Hvíta-Rússlandi.

Þá segir í tilkynningunni að ekki hafi þótt tilefni til að tilkynna æfingarnar samkvæmt reglum OSCE þar sem fjöldi hermanna og magn hergagna sem notast er við í æfingunum sé ekki nógu mikið til að uppfylla skilyrði til tilkynningar. 


Tengdar fréttir

Saka Lúkasjenka um að flytja fólk aftur að landamærunum

Yfirvöld í Póllandi segja Hvít-Rússa flytja farand- og flóttafólk í trukkum aftur að landamærum ríkjanna. Verið sé að reyna að þvinga fólkið til að gera tilraun til að fara yfir landamærin. Það gerðist nokkrum klukkustundum eftir að Hvít-Rússar rýmdu búðir fólks nærri landamærunum í gær og virtust flytja fólkið á brott.

Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×