Erlent

Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikilvægar gasleiðslur Rússa til Evrópu liggja í gegnum Hvíta-Rússland.
Mikilvægar gasleiðslur Rússa til Evrópu liggja í gegnum Hvíta-Rússland. Katja Buchholz/Getty Images)

Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands.

Mikill fjöldi farenda hefur safnast saman við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin.

Ráðamenn í ESB hafa sakað yfirvöld í Hvíta-Rússlandi um að kynda undir ástandið til þess að grafa undan öryggi ríkja ESN.

Ástandið má í raun rekja til deilna Evrópusambandsins og Alexanders Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, en sambandið hefur lagt harðar viðskiptaþvinganir á landið vegna alræðistilburða forsetans.

ESB hefur verið sagt hafa í hyggju að beita Hvíta-Rússland frekari þvingunum vegna ástandsins. Lúkasjenkó segir að verði það raunin þurfi Hvíta-Rússland að bregðast við.

„Við erum að hita upp Evrópu á meðan þeir hóta okkur?,“ sagði Lúkasjenkó og vísaði þar til rússneskrar gasleiðslu sem liggur til Evrópu í gegnum Hvíta-Rússland.

„Og hvað gerist ef við stöðvum þetta flæði? Ég mæli með því að leiðtogar Póllands, Litháens og aðrir hauslausir leiðtogir hugsi áður en þeir tali.“


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.