Stuðningsmönnum Liverpool ráðlagt að klæðast ekki treyju liðsins í Napolí Atli Arason skrifar 7. september 2022 18:00 Stuðningsmenn Liverpool Thisisanfield.com Seinna í kvöld verður Liverpool í heimsókn hjá Napoli í fyrsta leik beggja liða í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili. Enska félagið ráðleggur öllum stuðningsmönnum sem fylgdu liðinu til Ítalíu að hafa varan á. Forráðamenn Liverpool sendu út tilkynningu þar sem að stuðningsmenn liðsins voru beðnir um að halda sér á hótelum sínum og klæðast ekki treyju liðsins á almannafæri. „Stuðningsmenn liðsins hafa lent í þó nokkrum vandræðum í fortíðinni á ferðalögum til Napolí,“ sagði Andy Hughes, stjórnarformaður Liverpool, áður en hann bætti við. „Ég skil að margir stuðningsmenn vilja gera sér góðan dag í þessu ferðalagi. Í þessu tilviki þá hvet ég stuðningsmennina ekki að vera einir á ferð í borginni né klæðast litum félagsins á meðan dvölinni í Napolí stendur yfir.“ 📍Information for supporters in Naples for tomorrow’s match:Supporters arriving in Naples prior to matchday should remain in their respective hotel to drink and eat. You are strongly advised not to wear team colours when travelling. #NAPLIV— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Jafnframt eru stuðningsmenn Liverpool beðnir um að halda sig fjarri miðbænum í Napolí af ótta við að vera rændir eða beittir ofbeldi. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeildinni frá óförunum á úrslitaleiknum í París í fyrra. Þar voru stuðningsmenn Liverpool m.a. beittir táragasi af lögreglunni. Fans should not congregate in public areas and should avoid becoming isolated in areas away from the port area of the city. We strongly recommend you avoid the city centre. If you chose to visit, please beware that you may be targeted for theft, robbery, or assault.— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Aðspurður hvort Napolí væri hættuleg borg á fréttamannafundi Liverpool fyrir leikinn brást Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ekki vel við. „Þetta er skömmustuleg spurning. Þú ert bara að reyna að búa til fyrirsagnir,“ svaraði Klopp. „Ég lifi ekki eðlilegu lífi í Napolí. Ég er undir verndarvæng þegar ég ferðast til og frá hótelinu. Það vita allir hvað er átt við, ef sumir stuðningsmenn mæta öðrum stuðningsmönnum þá getur eitthvað skeð. Þetta hefur ekkert með borgina að gera,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Leikur Liverpool og Napoli hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. 7. september 2022 13:01 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Forráðamenn Liverpool sendu út tilkynningu þar sem að stuðningsmenn liðsins voru beðnir um að halda sér á hótelum sínum og klæðast ekki treyju liðsins á almannafæri. „Stuðningsmenn liðsins hafa lent í þó nokkrum vandræðum í fortíðinni á ferðalögum til Napolí,“ sagði Andy Hughes, stjórnarformaður Liverpool, áður en hann bætti við. „Ég skil að margir stuðningsmenn vilja gera sér góðan dag í þessu ferðalagi. Í þessu tilviki þá hvet ég stuðningsmennina ekki að vera einir á ferð í borginni né klæðast litum félagsins á meðan dvölinni í Napolí stendur yfir.“ 📍Information for supporters in Naples for tomorrow’s match:Supporters arriving in Naples prior to matchday should remain in their respective hotel to drink and eat. You are strongly advised not to wear team colours when travelling. #NAPLIV— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Jafnframt eru stuðningsmenn Liverpool beðnir um að halda sig fjarri miðbænum í Napolí af ótta við að vera rændir eða beittir ofbeldi. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Liverpool í Meistaradeildinni frá óförunum á úrslitaleiknum í París í fyrra. Þar voru stuðningsmenn Liverpool m.a. beittir táragasi af lögreglunni. Fans should not congregate in public areas and should avoid becoming isolated in areas away from the port area of the city. We strongly recommend you avoid the city centre. If you chose to visit, please beware that you may be targeted for theft, robbery, or assault.— Liverpool FC Help (@LFCHelp) September 6, 2022 Aðspurður hvort Napolí væri hættuleg borg á fréttamannafundi Liverpool fyrir leikinn brást Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ekki vel við. „Þetta er skömmustuleg spurning. Þú ert bara að reyna að búa til fyrirsagnir,“ svaraði Klopp. „Ég lifi ekki eðlilegu lífi í Napolí. Ég er undir verndarvæng þegar ég ferðast til og frá hótelinu. Það vita allir hvað er átt við, ef sumir stuðningsmenn mæta öðrum stuðningsmönnum þá getur eitthvað skeð. Þetta hefur ekkert með borgina að gera,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Leikur Liverpool og Napoli hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. 7. september 2022 13:01 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. 7. september 2022 13:01
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31