Svona er umspilið sem Ísland fer í Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 22:15 Vonbrigðin leyndu sér ekki í svipum íslensku landsliðskvennanna eftir tapið í Hollandi í kvöld. Nú tekur umspilið við. vísir/Jónína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er enn mögulega aðeins einum leik frá því að komast á HM í Eyjaálfu næsta sumar. Liðið leikur í umspili eftir tapið sárgrætilega gegn Hollandi í Utrecht í kvöld. Riðlakeppni undankeppninnar lauk í kvöld og fara liðin níu sem enduðu í 2. sæti síns riðils núna í umspil. Liðin níu sem unnu sinn riðil eru hins vegar komin á HM. Ísland safnaði hins vegar svo mörgum stigum að liðið er í hópi þriggja bestu liðanna sem enduðu í 2. sæti, og kemst þannig beint í seinni hluta umspils. Hin sex liðin fara í fyrri hlutann, í þrjú eins leiks einvígi, og sigurvegararnir úr þeim verða með Íslandi, Írlandi og Sviss í seinni hluta umspilsins. Úrslitaleikur við eitt af þessum liðum Liðin sem Ísland gæti því mætt í umspilsleik, 11. október, eru Skotland, Austurríki, Bosnía, Belgía, Portúgal eða Wales, eða þá Írland eða Sviss. Dregið verður í umspilið á föstudaginn og þá skýrist hvaða liði Ísland gæti mætt en þá skýrist jafnframt hvort að Ísland fær að spila á heimavelli eða þarf að spila á útivelli. Aðeins heppni ræður því. Sá möguleiki er enn fyrir hendi að Ísland þurfi að fara í sérstakt aukaumspil, ef það vinnur leikinn 11. október í vítaspyrnukeppni eða framlengingu (samanlagður árangur í undankeppni og umspili ræður því hvaða tveir sigurvegarar í seinni hluta Evrópuumspilsins fara beint á HM, og hvaða sigurlið þarf að fara í aukaumspilið). Aukaumspilið fer fram í Eyjaálfu í febrúar og í því eru einnig níu þjóðir frá öðrum heimsálfum, sem samtals berjast um þrjú síðustu sætin á HM næsta sumar, þegar í fyrsta sinn 32 lið spila á mótinu. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Riðlakeppni undankeppninnar lauk í kvöld og fara liðin níu sem enduðu í 2. sæti síns riðils núna í umspil. Liðin níu sem unnu sinn riðil eru hins vegar komin á HM. Ísland safnaði hins vegar svo mörgum stigum að liðið er í hópi þriggja bestu liðanna sem enduðu í 2. sæti, og kemst þannig beint í seinni hluta umspils. Hin sex liðin fara í fyrri hlutann, í þrjú eins leiks einvígi, og sigurvegararnir úr þeim verða með Íslandi, Írlandi og Sviss í seinni hluta umspilsins. Úrslitaleikur við eitt af þessum liðum Liðin sem Ísland gæti því mætt í umspilsleik, 11. október, eru Skotland, Austurríki, Bosnía, Belgía, Portúgal eða Wales, eða þá Írland eða Sviss. Dregið verður í umspilið á föstudaginn og þá skýrist hvaða liði Ísland gæti mætt en þá skýrist jafnframt hvort að Ísland fær að spila á heimavelli eða þarf að spila á útivelli. Aðeins heppni ræður því. Sá möguleiki er enn fyrir hendi að Ísland þurfi að fara í sérstakt aukaumspil, ef það vinnur leikinn 11. október í vítaspyrnukeppni eða framlengingu (samanlagður árangur í undankeppni og umspili ræður því hvaða tveir sigurvegarar í seinni hluta Evrópuumspilsins fara beint á HM, og hvaða sigurlið þarf að fara í aukaumspilið). Aukaumspilið fer fram í Eyjaálfu í febrúar og í því eru einnig níu þjóðir frá öðrum heimsálfum, sem samtals berjast um þrjú síðustu sætin á HM næsta sumar, þegar í fyrsta sinn 32 lið spila á mótinu.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56 „Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
„Ég er bara í áfalli“ „Við ætlum á HM,“ segir Sveindís Jane Jónsdóttir eftir grátlegt 1-0 tap Íslands fyrir Hollandi í undankeppni HM 2023 í kvöld. Holland skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og sendi Ísland í umspil. 6. september 2022 21:56
„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. 6. september 2022 22:05
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Umfjöllun: Holland-Ísland 1-0 | Stelpurnar okkar 90 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á HM Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 20:45