Fótbolti

„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir taldi sig hafa átt að gera betur í marki Hollands.
Glódís Perla Viggósdóttir taldi sig hafa átt að gera betur í marki Hollands. Vísir/J

„Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi.

Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi ytra í lokaleik liðsins í undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn þvert yfir hnöttinn en nú fer liðið í umspil.

„Mér fannst við lélegar í fyrri hálfleik og vorum heppnar, heppnar að vera með Söndru fyrir aftan okkur. Fannst við hins vegar góðar í seinni hálfleik, spiluðum agaðan og góðan varnarleik, þær voru ekki að skapa sér neitt. Svo erum við einni mínútu frá þessu. Eins grátlegt og það verður, ég trúi þessu eiginlega ekki. Bara grátlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina,“ sagði Glódís Perla um leikinn.

Þá var miðvörðurinn öflugi einkar ósátt með mark Hollendinga en hún taldi sig hafa átt að gera betur þar.

„Gríðarlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina.“

„Fannst þær ekki vera að skapa sér neitt hættulegt. Komu með fyrirgjafir og við vorum vel staðsettar. Sandra tók svo allt annað sem kom á markið,“ sagði Glódís Perla um síðari hálfleikinn en íslenska liðið breytti aðeins uppleggi sínu þar.

„Fáum meira að segja dauðafæri en erum heppnar í fyrri hálfleik. Ekki nægilega góðar þar. Veit ekki hvort það var uppleggið eða hvort við vorum ekki að fylgja því nægilega vel en þær náðu að spila í gegnum okkur, í kringum okkur og bara allt. Við vorum ekki að klukka þær, vorum ekki með neina stjórn á leiknum en mér fannst við ná því í seinni hálfleik. Vorum með leikinn undir „control“ þá.“

„Núna er þetta gríðarlega sárt en það er bara mánuður í næsta leik og draumurinn er ekki farinn. Við fáum annan séns þó hefði verið gaman að klára þetta í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu.

Klippa: Glódís Perla eftir tapið grátlega í Hollandi

Tengdar fréttir

Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins

Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil.

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.