„Vorum grátlega nálægt þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 21:15 Þorsteinn var stoltur af leikmönnum sínum eftir leik kvöldsins. Alex Livesey/Getty Images Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00