Lokað á tónleikahald vegna kvartana íbúa: „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2022 23:18 Listahópurinn hefur starfað í rýminu í um tvö ár og hleypt þar að hinum ýmsu listamönnum sem vilja spreyta sig og halda sýningar, tónleika og margt fleira. vísir/sigurjón Íbúar í Skerjafirði hafa ítrekað kvartað í borgaryfirvöld vegna hávaða sem hefur borist frá tónleikahaldi í gamalli skemmu. Borgin hefur nú bannað allt viðburðahald þar, sem kemur flatt upp á leigjendur rýmisins. Þeir segjast hafa fengið að leigja rýmið af borginni einmitt til að halda þar viðburði. Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður. Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður.
Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira