Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2022 13:00 Talið er að sjálfstýring flugvélarinnar hafi haldið henni á lofti þar til hún varð eldsneytislaus. Flightradar24 Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022 Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Flugvélin var af gerðinni Cessna 551 og var verið að fljúga henni frá Spáni til Köln í Þýskalandi á sunnudaginn. Fjórir farþegar voru um borð en einkaþotan var í eigu þýsks auðjöfurs en óljóst er hve margir voru í áhöfninni. Zeit Online hefur eftir öðrum þýskum miðlum að auðjöfurinn, eiginkona hans, dóttir þeirra og maður hennar hafi verið um borð. Skömmu eftir flugtak á Spáni höfðu yfirvöld þar samband við Frakka um að áhöfn flugvélarinnar hefði lent í vandræðum með þrýsting þar um borð. Á engum tímapunkti náðist samband við áhöfn flugvélarinnar eða farþega og sögðu flugmenn orrustuþota sem sendar voru til móts við hana að þeir hefðu enga hreyfingu séð um borð. Fregnum erlendis ber að vísu ekki saman um hvort engin hreyfing sást eða hvort enginn sást í flugstjórnarklefa flugvélarinnar. En hafi loftþrýstingur fallið í flugvélinni er mögulegt að móða eða frost hafi lagst á rúður flugvélarinnar en hún var í um 36 þúsund feta hæð, eins og sjá má á gögnum Flightradar24. Flugvélin hélt sömu hæð mest alla flugferðina og flug rakleiðis yfir flugvöllinn í Köln. Að endingu hrapaði hún í Eystrasaltið skammt undan ströndum Lettlands. SVT hefur eftir talskonu sjóhers Lettlands að líkamsleifar sem hafa fundist hafi verið sendar til rannsóknar svo hægt sé að bera kennsl á þær. Brak úr flugvélinni hefur einnig fundist og stendur til að hefja leit neðansjávar í dag. Talið er að flugvélin liggi á botninum þar sem hún hrapaði í sjóinn og stendur meðal annars til að nota dróna til að leita að henni og flugritum hennar, svokölluðum svörtum kössum. Þó ekkert liggi fyrir með vissu þykir líklegast að liðið hafi yfir áhöfn og farþega flugvélarinnar skömmu eftir flugtak. Sjálfstýring flugvélarinnar hafi flogið henni í átt að Köln og áfram, þar til hún varð eldsneytislaus. Þá hafi hún hrapaði í hafið á miklum hraða. A Cessna 551 that was flying from Jerez was supposed to land in Cologne but the pilot didn't answer ATC calls and the aircraft contiued to fly on autopilot in a straight line before it lost altitude and crashed into Baltic sea close to the Latvian coast https://t.co/iIVNoMNksW pic.twitter.com/klQQosArTg— Flightradar24 (@flightradar24) September 4, 2022
Spánn Frakkland Þýskaland Svíþjóð Lettland Fréttir af flugi Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira