Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Fréttirnar hefjast á slaginu 12.
Fréttirnar hefjast á slaginu 12.

Heilbrigðisráðherra segir stjórnvöld hafa brugðist við vanda Landsspítalans með ýmsum hætti. Eðlilega þyngist róðurinn á spítalanum með mikilli fjölgun ferðamanna og gangsetningu samfélagsins að loknum faraldrinum.

Rætt verður við heilbrigðisráðherra um þungan róður á Landspítalanum í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Fjöldinn allur af kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ólöglegrar flugeldasýningar sem haldin var í tengslum við brúkaup í Skipasundi. Óánægja á meðal nágranna í Langholtshverfi leiddi að lokum til stympinga. Íbúi í Langholtshverfi biðlar til nágranna að sýna náungakærleika. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Við heyrum einnig frá síðustu ræðu Boris Johnson sem forsætisráðherra og heyrum frá því helsta í heimi íþróttanna. 

Þetta og margt fleira á Vísi og Bylgjunni á slaginu 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×