Rætt verður við heilbrigðisráðherra um þungan róður á Landspítalanum í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Fjöldinn allur af kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ólöglegrar flugeldasýningar sem haldin var í tengslum við brúkaup í Skipasundi. Óánægja á meðal nágranna í Langholtshverfi leiddi að lokum til stympinga. Íbúi í Langholtshverfi biðlar til nágranna að sýna náungakærleika. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Við heyrum einnig frá síðustu ræðu Boris Johnson sem forsætisráðherra og heyrum frá því helsta í heimi íþróttanna.
Þetta og margt fleira á Vísi og Bylgjunni á slaginu 12.