Innlent

Hrund skipuð fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar til ára­móta

Atli Ísleifsson skrifar
Hrund Scheving Thorsteinsson.
Hrund Scheving Thorsteinsson. Landspítali

Hrund Scheving Thorsteinsson verður framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala frá 26. september til áramóta, þar til gengið hefur verið frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra hjúkrunar í stað Sigríðar Gunnarsdóttur.

Á vef Landspítalans segir að Hrund hafi útskrifast sem hjúkrunarfræðingur frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 1982, með meistaragráðu í hjúkrunarfræði frá University of Wisconsin – Madison 1990 og með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands 2013. 

„Hún hefur starfað á ýmsum deildum Landspítala síðan 1982, lengst af við stjórnun, auk þess að sinna kennslu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún starfar nú sem deildarstjóri menntadeildar spítalans.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×