Enski boltinn

Hender­son frá næstu þrjár vikurnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jordan Henderson meiddist gegn Newcastle United á dögunum. Hann verður frá næstu þrjár vikurnar hið minnsta.
Jordan Henderson meiddist gegn Newcastle United á dögunum. Hann verður frá næstu þrjár vikurnar hið minnsta. EPA-EFE/PETER POWELL

Jordan Henderson, fyrirliði enska knattspyrnuliðsins Liverpool, verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.

Hinn 32 ára gamli Henderson þurfti að fara af velli í dramatískum 2-1 sigri Liverpool á Newcastle United í síðustu viku. Hann var svo utan hóps er Liverpool gerði markalaust jafntefli við Everton um helgina.

Eftir að hafa farið í myndatöku á föstudag kom í ljós að um smávægilega tognun væri að ræða. Mun hún halda fyrirliðanum frá keppni næstu þrjár vikurnar hið minnsta. Mun hann missa af leikjum gegn Napoli og Ajax í Meistaraceild Evrópu ásamt leikjum gegn Wolves og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Henderson vonast til að ná sér áður en enska landsliðið kemur saman fyrir leikina gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum. Eftir að hafa mátt þola bekkjarsetu á EM sumarið 2021 vonast Henderson til að vinna sér inn byrjunarliðssæti áður en HM í Katar hefst í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×